HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur framlengt til 18. febrúar gæsluvarðhald yfir karlmanni um fertugt, sem grunaður er um að hafa stungið konu um fimmtugt með hnífi í íbúð í Reykjavík á aðfangadag. Úrskurðurinn var kærður til Hæstaréttar.

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur framlengt til 18. febrúar gæsluvarðhald yfir karlmanni um fertugt, sem grunaður er um að hafa stungið konu um fimmtugt með hnífi í íbúð í Reykjavík á aðfangadag. Úrskurðurinn var kærður til Hæstaréttar. Er þetta í annað skipti sem kveðinn er upp úrskurður um framlengingu gæsluvarðhalds yfir sakborningnum.

Þegar lögregla kom á vettvang hafi konan legið á gólfinu í stofu á heimili sínu með aðra konu stumrandi yfir sér. Sakborningurinn sat í sófa í stofunni. Konan sem stungin var hafði blæðandi áverka á síðu. Haft er eftir vaktlækni á slysadeild að stungan hefði hæglega getað verið banvæn.