Þessar styttur eftir Björn Guðmundsson, Húnaþingi vestra, eru að mati Níelsar Hafstein, safnstjóra Safnasafnsins á Svalbarðsströnd, mjög gott dæmi um alþýðulist eins og hún gerist best.

Þessar styttur eftir Björn Guðmundsson, Húnaþingi vestra, eru að mati Níelsar Hafstein, safnstjóra Safnasafnsins á Svalbarðsströnd, mjög gott dæmi um alþýðulist eins og hún gerist best.

"Björn vildi ungur læra til smiðs en tók þess í stað við búskapnum af föður sínum," sagði Niels.

"Á efri árum flutti Björn á Heilsustofnunina á Hvammstanga, keypti sér lítinn bæ og setti þar upp verkstæði. Verk hans eru einföld og formsterk."