8. janúar 2003 | Innlendar fréttir | 155 orð

Sjóður SPH með hæstu ávöxtun

SKULDABRÉFASJÓÐUR SPH Verðbréfa náði hæstu ávöxtun á síðastliðnu ári af þeim 28 skuldabréfasjóðum sem reknir eru hérlendis, samkvæmt upplýsingum frá Lánstrausti.
SKULDABRÉFASJÓÐUR SPH Verðbréfa náði hæstu ávöxtun á síðastliðnu ári af þeim 28 skuldabréfasjóðum sem reknir eru hérlendis, samkvæmt upplýsingum frá Lánstrausti. Nafnávöxtun sjóðsins var 13,2% og var hann eini sjóðurinn sem náði yfir 13% ávöxtun á tímabilinu.

Sjóðsstjóri Skuldabréfasjóðs SPH Verðbréfa, Már Wolfgang Mixa, telur góðar líkur á því að skuldabréfasjóðir veiti betri ávöxtun en innlánsreikningar á þessu ári eins og þeir gerðu á nýliðnu ári. Hann telur að áhrif lækkandi stýrivaxta hafi ekki enn komið fram í flestum verðtryggðum skuldabréfum og spáir því m.a. að ávöxtunarkrafa húsbréfa lækki það mikið á árinu að hugsanlega myndist yfirverð á þeim. Auk þess veiti lengri flokkar ríkisbréfa hærri ávöxtun en flestir innlánsreikningar. Már telur að fjárfestar ofmeti áhrif virkjunarframkvæmda næstu misseri og því séu litlar líkur á hækkun stýrivaxta. Gangi það eftir, auk almennrar spár um lága verðbólgu, munu ávöxtunarkröfur óverðtryggðra ríkisbréfa einnig lækka sem hefur jákvæð áhrif á gengi bréfanna en neikvæð áhrif á ávöxtun innlánsreikninga.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.