29. janúar 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 186 orð | 2 myndir

Grímsbær stækkar

Framkvæmdir eru hafnar við stækkun verslunarmiðstöðvarinnar Grímsbæjar en áætlað er að byggingunni ljúki seinni part ársins.
Framkvæmdir eru hafnar við stækkun verslunarmiðstöðvarinnar Grímsbæjar en áætlað er að byggingunni ljúki seinni part ársins.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
FRAMKVÆMDIR við stækkun verslunarmiðstöðvarinnar Grímsbæjar við Bústaðaveg eru hafnar en til stendur að byggja hæð ofan á húsið. Stefnt er að því að leigja húsnæðið læknum eða undir aðra heilsutengda starfsemi.
FRAMKVÆMDIR við stækkun verslunarmiðstöðvarinnar Grímsbæjar við Bústaðaveg eru hafnar en til stendur að byggja hæð ofan á húsið. Stefnt er að því að leigja húsnæðið læknum eða undir aðra heilsutengda starfsemi.

Það er fasteignafélagið Stoðir sem stendur að framkvæmdunum. Að sögn Jónasar Þorvaldssonar, framkvæmdastjóra Stoða, verður nýbyggingin alls rúmlega 700 fermetrar að flatarmáli. Nýja hæðin verður þriðja hæð hússins sem samtals verður rúmir 2000 fermetrar þegar framkvæmdum verður lokið seinni hluta ársins.

"Þetta er hugsað sem skrifstofurými eða eitthvað þess háttar, t.d. fyrir einhverja heilsutengda starfsemi, sérfræðinga, heimilislækna eða annað þess háttar. Hugsanlega gæti komið þarna líkamsræktarstöð en aðallega er þetta hugsað sem læknahæð." Hann segist gera ráð fyrir að rýmið verði leigt út frekar en selt.

Auk stækkunarinnar mun Grímsbær allur fá útlitslyftingu að sögn Jónasar. "Þetta verður allt klætt að utan með flísum og álklæðningu. Með þessu kemur fyrst þessi hattur ofan á bygginguna sem verður þá sambærileg öðrum húsum í hverfinu. Það hefur verið svolítið snubbótt að hafa bara eina lága hæð á þessari breiðu og miklu byggingu." Kostnaðaráætlun er að sögn Jónasar um 70 milljónir króna en hönnuður byggingarinnar er Jón Guðmundsson arkitekt.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.