LANDSBANKI Íslands hf. hefur lækkað vexti óverðtryggðra innlána og útlána um 0,50%. Jafnframt lækka vextir verðtryggðra innlána og útlána um 0,3%. Frá þessu var greint í fréttatilkynningu frá Landsbankanum í gær.
LANDSBANKI Íslands hf. hefur lækkað vexti óverðtryggðra innlána og útlána um 0,50%. Jafnframt lækka vextir verðtryggðra innlána og útlána um 0,3%. Frá þessu var greint í fréttatilkynningu frá Landsbankanum í gær.

Í tilkynningunni segir að lækkun á vöxtum á óverðtryggðum inn- og útlánum sé í samræmi við lækkun á stýrivöxtum Seðlabankans, en Landsbankinn hafi undantekningarlaust fylgt eftir lækkun á stýrivöxtum. Þá segir að vextir verðbréfaveltu vaxtareiknings, sem sé eitt vinsælasta innlánsform Landsbankans, hafi þróast í samræmi við stýrivexti Seðlabankans. Sama megi segja um útlánsvexti en eftir þessa vaxtabreytingu verði kjörvextir óverðtryggðra skuldabréfa 8,90% en þeir voru 13,85% í ársbyrjun 2002.

Mismunur kjör- og stýrivaxta hefur minnkað

Stýrivextir Seðlabankans eru nú 5,3% en þeir voru 10,1% í byrjun síðastliðins árs. Segir í tilkynningu Landsbankans að mismunur kjörvaxta og stýrivaxta hafi því minnkað úr 3,75% í upphafi síðastliðins árs í 3,6% nú. Þá segir að Landsbankinn hafi haft frumkvæði að lækkun vaxta í mars á síðasta ári stuttu áður en Seðlabankinn hóf vaxtalækkunarferli sitt.