BÆJARBÍÓ , Hafnarfirði Vestrinn sígildi Einvígi í sólinni (Duel in the Sun) frá 1946 eftir King Vidor og Otto Bower. Sýnd kl. 16. FJÖRUKRÁIN Danska blágresissveitin Sine Bach Ruttel Band á Dönskum dögum. GAUKUR Á STÖNG Sálin hans Jóns míns.
BÆJARBÍÓ , Hafnarfirði Vestrinn sígildi Einvígi í sólinni (Duel in the Sun) frá 1946 eftir King Vidor og Otto Bower. Sýnd kl. 16.

FJÖRUKRÁIN Danska blágresissveitin Sine Bach Ruttel Band á Dönskum dögum.

GAUKUR Á STÖNG Sálin hans Jóns míns.

GRANDROKK Miðnes og Ceres 4.

KRINGLUKRÁIN Diskódúettinn Þú og ég rifjar upp gamla góða bömpið.

TÓNASTÖÐ Skipholti 50d Hammond-séníin Þórir Baldursson og Jón Ólafsson munu leika listir sínar kl. 15 á spánýtt NordElectra hljómborð frá sænska fyrirtækinu Clavia, sem þekkt er m.a. fyrir ddrum-rafmagnstrommurnar og NordLead hljóðgervilinn. NordElectra hljómborðið þykir sérlega vel til þess fallið að líkja eftir Hammond hljómnum auk fjölda annarra möguleika og því þótti tilvalið að fá þá Þóri og Jón til að prufukeyra græjuna. Þeim til fulltingis verður Jóhann Hjörleifsson trommari Sálarinnar hans Jóns míns sem leika mun á ddrum-rafmagnstrommur. Allir tónlistaráhugamenn og atvinnumenn í faginu velkomnir.

ÞJÓÐLEIKHÚSKJALLARINN Spaðar í stuði.