MIKIÐ kynningarátak á íslenska hestinum stendur nú yfir í Bandaríkjunum.
MIKIÐ kynningarátak á íslenska hestinum stendur nú yfir í Bandaríkjunum. Markaðsátakið The Great Icelandic Horse Fair hefur nú þegar staðið fyrir þremur verkefnum til að kynna íslenska hestinn en það stærsta hefst í byrjun september og stendur yfir í 6 vikur. Þá mun kynningarhópurinn ferðast um þver og endilöng Bandaríkin ásamt 12 hestum, heimsækja stóra og virta háskóla og setja upp faglegar sýningar. Nú þegar hafa náðst samningar um að halda slíka sýningu í ríkisháskólanum í Michigan þar sem um 50.000 nemendur stunda nám. Hópurinn vonast með þessu til að samband komist á milli menntastofnana í Bandaríkjunum og á Íslandi.

Í fréttatilkynningu kynningarhópsins segir að íslenski hesturinn eigi nú öflugt lið stuðningsaðila ytra sem hafa þekkingu á markaðnum.

Segir að undanfarin ár hafi útflutningur hrossa dregist verulega saman á meðan markaðurinn í Bandaríkjunum hafi farið hægt vaxandi. Jafnframt að í Bandaríkjunum muni stærsti markaðurinn fyrir íslenska hestinn verða í framtíð.