FRAKKINN Alain Robert, sem fengið hefur viðurnefnið Köngulóarmaðurinn vegna þeirrar áráttu að vilja klífa ýmsar hæstu byggingar veraldar, kleif í gær stærsta skýjakljúf borgarinnar Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
FRAKKINN Alain Robert, sem fengið hefur viðurnefnið Köngulóarmaðurinn vegna þeirrar áráttu að vilja klífa ýmsar hæstu byggingar veraldar, kleif í gær stærsta skýjakljúf borgarinnar Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Um var að ræða höfuðstöðvar Landsbankans en byggingin er 202 metrar á hæð.

Það tók Robert aðeins 25 mínútur að klífa upp á topp bankans en talið er að um 50 þúsund manns hafi fylgst með honum.

Robert hefur m.a. klifið Sears-turninn í Chicago, Petronas-turnana tvo í Kuala Lumpur, Empire State-bygginguna í New York, Eiffel-turninn í París og Golden Gate-brúna í San Francisco.