Í FYRSTA sinn í mörg ár eru allir nemendur í grunnskólanum á Blönduósi reyklausir. Helgi Arnarson, skólastjóri, segir í viðtali við Húnahornið að erfitt sé að benda á eitthvað eitt sem skýri þennan góða árangur.
Í FYRSTA sinn í mörg ár eru allir nemendur í grunnskólanum á Blönduósi reyklausir. Helgi Arnarson, skólastjóri, segir í viðtali við Húnahornið að erfitt sé að benda á eitthvað eitt sem skýri þennan góða árangur. Í lífsleiknikennslu hafi verið notast við námsefnið "vertu frjáls - reyklaus" og nemendum boðið á leikrit sem innihalda forvarnarboðskap.

Hann segir að fjölmargir nemendur hafi verið virkir í ýmsum samkeppnum og hlotið viðurkenningar fyrir. Þrjú ár eru liðin síðan nemendur, sem nú sitja 10. bekk, unnu ferð innanlands að verðmæti 60 þúsund krónur í keppninni "reyklausir bekkir". Helgi vonar að þessi beina og óbeina fræðsla skili árangri núna.