HÓPURINN Eldmóður sigraði annað árið í röð í Íslandsmeistara- og Reykjavíkurkeppni Tónabæjar í Freestyle sem haldin var í Framheimilinu í gærkvöldi.
HÓPURINN Eldmóður sigraði annað árið í röð í Íslandsmeistara- og Reykjavíkurkeppni Tónabæjar í Freestyle sem haldin var í Framheimilinu í gærkvöldi. Eldmóður kemur frá Reykjavík en stúlkan sem sigraði í einstaklingskeppninni heitir Inga Birna Friðjónsdóttir frá Sauðárkróki. Framheimilið var fullt út úr dyrum, um 400 unglingar mættu og studdu við bakið á keppendum en 19 hópar og 25 einstaklingar tóku þátt í keppninni. Kisulórurnar í danshópnum Pussycats frá Reykjavík voru að dansa þegar ljósmyndari Morgunblaðsins leit inn í gærkvöldi. Eins og venja er lagði hópurinn mikið í búninga og förðun og fyrir atriði sitt hlaut hann að launum mikið lófaklapp.