Lillian Vilborg, ritstjóri Lögbergs-Heimskringlu, og Julianna Bjornson, stjórnarformaður, taka við styrknum frá Kornelíusi Sigmundssyni, aðalræðismanni Íslands í Winnipeg.
Lillian Vilborg, ritstjóri Lögbergs-Heimskringlu, og Julianna Bjornson, stjórnarformaður, taka við styrknum frá Kornelíusi Sigmundssyni, aðalræðismanni Íslands í Winnipeg.
"ÞESSI styrkur skiptir okkur mjög miklu máli og við þökkum íslensku ríkisstjórninni fyrir veittan stuðning," segir Julianna S.
"ÞESSI styrkur skiptir okkur mjög miklu máli og við þökkum íslensku ríkisstjórninni fyrir veittan stuðning," segir Julianna S. Bjornson, formaður útgáfustjórnar vestur-íslenska vikublaðsins Lögbergs-Heimskringlu í Winnipeg í Kanada, um árlegan íslenskan ríkisstyrk til blaðsins.

Íslenska ríkisstjórnin hefur styrkt Lögberg-Heimskringlu um árabil en í fyrra var árlegi styrkurinn hækkaður úr 7.000 kanadískum dollurum í 15.000 dollara og er upphæðin óbreytt í ár. Fyrir skömmu afhenti Kornelíus Sigmundsson, aðalræðismaður Íslands í Winnipeg, styrkinn fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, en Julianna og Lillian Vilborg, ritstjóri blaðsins, tóku við honum fyrir hönd blaðsins.

Julianna segir að peningarnir komi sér vel. "Það er erfitt að ná endum saman því tekjur af áskrift og auglýsingum nægja ekki til að standa undir rekstrinum og því skipta svona framlög gífurlega miklu máli," segir hún.