JÓNAS Viðar myndlistarmaður á Akureyri hefur opnað málverkasýningu í IsKunst Gallery í Ósló. Þar sýnir hann málverk úr myndröðinni Portrait of Iceland. Þetta er 23. einkasýning hans en Jónas hefur tekið þátt í fjölda samsýninga heima og erlendis.
JÓNAS Viðar myndlistarmaður á Akureyri hefur opnað málverkasýningu í IsKunst Gallery í Ósló. Þar sýnir hann málverk úr myndröðinni Portrait of Iceland. Þetta er 23. einkasýning hans en Jónas hefur tekið þátt í fjölda samsýninga heima og erlendis.

Sýningin stendur til 16. mars næstkomandi og eru þeir Íslendingar sem leið eiga um Ósló hvattir til að skoða hana. Eins er hægt að skoða sýninguna og verkin á heimasíðu Jónasar en slóðin er www.jvs.is.