Frá vinstri Sigurður Bjarnason Atvinnuþróunarsjóði, Bjarki Sveinbjörnsson tónlistarfræðingur og Jón Hrólfur Sigurjónsson, báðir frá Músík og sögu, Einar Njálsson bæjarstjóri og Ísólfur Gylfi Pálmason alþingismaður.
Frá vinstri Sigurður Bjarnason Atvinnuþróunarsjóði, Bjarki Sveinbjörnsson tónlistarfræðingur og Jón Hrólfur Sigurjónsson, báðir frá Músík og sögu, Einar Njálsson bæjarstjóri og Ísólfur Gylfi Pálmason alþingismaður.
STOFNFUNDUR Tónminjaseturs Íslands var haldinn laugardaginn 15. febrúar sl. Fundurinn var haldinn í húsnæði Hólmarastar á Stokkseyri þar sem fyrirhugað er að setrið verði staðsett.
STOFNFUNDUR Tónminjaseturs Íslands var haldinn laugardaginn 15. febrúar sl. Fundurinn var haldinn í húsnæði Hólmarastar á Stokkseyri þar sem fyrirhugað er að setrið verði staðsett. Þeir aðilar sem hafa undirbúið stofnun Tónminjasetursins eru Músík og saga, Hólmaröst og Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands.

Á fundinn mættu um 40 manns. Fundarstjóri var Einar Njálsson, bæjarstjóri sveitarfélagsins Árborgar, og kom meðal annars fram í máli hans að sveitarfélagið myndi koma að þessu verkefni. Bjarki Sveinbjörnsson tónlistarfræðingur flutti erindi um tilurð Tónminjasetursins. Að lokum var kosin stjórn Tónminjaseturs Íslands. Í henni sitja Jónatan Garðarsson, Hinrik Bjarnason, Ægir Hafberg, Ísólfur Gylfi Pálmason og Torfi Áskelsson. Er þeim ætlað að koma verkinu af stað en Tónminjasetrið fékk 7 milljónir á fjárlögum 2003. Jafnframt hafa einstaklingar, félög og fyrirtæki lagt töluvert fé til Tónminjasetursins.