Séra Þorbjörn Hlynur Árnason flytur fyrirlestur um málefni Palestínu.
Séra Þorbjörn Hlynur Árnason flytur fyrirlestur um málefni Palestínu.
SÉRA Þorbjörn Hlynur Árnason, sóknarprestur á Borg, hélt fyrirlestur á opnum fundi sem Rotarýklúbbur Borgarness stóð fyrir.
SÉRA Þorbjörn Hlynur Árnason, sóknarprestur á Borg, hélt fyrirlestur á opnum fundi sem Rotarýklúbbur Borgarness stóð fyrir. Séra Þorbjörn hélt erindi í máli og myndum um för sína til Ísraels og Palestínu á vegum Lúterska heimssambandsins en hann er formaður Mannréttindanefndar þess. Tilgangur fararinnar var margþættur, m.a. að kanna aðstæður almennings í Palestínu, sitja fund með Yasser Arafat, heimsækja skóla og sjúkrahús í Jerúsalem auk þess að hitta utanríkisráðherra Ísraels, Simon Peres.

Umfjöllun Þorbjörns Hlyns var bæði fræðandi og lifandi þannig að viðstaddir skynjuðu erfiðar aðstæður almennings í biðröðum við vegatálma eða svokallaða "checkpoints", stuttar fjarlægðir milli einstakra staða s.s Betlehem og Jerúsalem, tilgangslausa og erfiða staðsetningu landnemabyggða Ísraela, svo eitthvað sé nefnt.

Að fyrirlestri loknum gafst áheyrendum kostur á að spyrja Þorbjörns Hlyn eða tjá sig um viðfangsefnið. Að lokum þakkaði forseti Rotarýklúbbs Borgarness, Finnur Torfi Hjörleifsson, fundargestum þátttökuna og fyrirlesaranum fyrir lifandi frásögn um málefni sem snertir alla heimsbyggðina með beinum og óbeinum hætti.