Það fór vel á með Townsend og Sigurjóni Kjartanssyni í þætti síðarnefnda en hann hitaði einmitt upp fyrir Kanann.
Það fór vel á með Townsend og Sigurjóni Kjartanssyni í þætti síðarnefnda en hann hitaði einmitt upp fyrir Kanann.
BANDARÍSKI grínistinn Robert Townsend skemmti landanum í Háskólabíói í gærkvöldi. Hann kom til landsins í gærmorgun óður og upprifinn að skoða land og þjóð og lét rokið og rigninguna ekkert á sig fá.
BANDARÍSKI grínistinn Robert Townsend skemmti landanum í Háskólabíói í gærkvöldi.

Hann kom til landsins í gærmorgun óður og upprifinn að skoða land og þjóð og lét rokið og rigninguna ekkert á sig fá. Byrjaði hann á að heimsækja landa sína á herstöðinni á Miðnesheiði en skellti sér síðan í kynningargírinn og fór í viðtal við galsafyllri útvarpsmenn landsins. Því næst kannaði hann sýningaraðstöðuna í Háskólabíói. Vildi svo til að Sinfóníuhljómsveit Íslands var við æfingar er hann mætti á svæðið. Án þess að hugsa sig tvisvar um vatt Townsend sér upp á sviðið og hóf að stjórna hljómsveitinni með tilþrifum. Engum sögum fer af því hversu vel sveitin lét að stjórn en nærstaddir kunnu greinilega vel að meta frammistöðu hans því þeir klöppuðu honum lof í lófa.

Townsend stígur aftur á svið Háskólabíós í kvöld kl. 23, ásamt upphiturum sínum, áðurnefndum Sigurjóni og fóstbróður hans Þorsteini Guðmundssyni. Miðasala er í Háskólabíói.