Reykjavík - Fasteignasala Íslands er með í sölu núna einbýlishúsið Byggðarenda 21, 108 Reykjavík. Um er að ræða steinhús, byggt 1972 og er það alls 234,5 fermetrar að stærð, þar af er innbyggður bílskúr 25,3 fermetrar.

Reykjavík - Fasteignasala Íslands er með í sölu núna einbýlishúsið Byggðarenda 21, 108 Reykjavík. Um er að ræða steinhús, byggt 1972 og er það alls 234,5 fermetrar að stærð, þar af er innbyggður bílskúr 25,3 fermetrar.

"Þetta er glæsilegt einbýlishús á vinsælum stað innarlega í botnlangagötu. Gler hefur verið endurnýjað og nýlega skipt um þakefni. Garðurinn er stór og fallegur," sagði Haukur Geir Garðarsson hjá Fasteignasölu Íslands.

"Komið er inn í anddyri með fatahengi. Þá er lítil geymsla og þvottahús. Eldhúsið er með vandaðri, nýlegri kirsuberjainnréttingu og eru skápahurðir sprautulakkaðar dökkbláar. Borðkrókurinn er stór og við glæsilegan bogadreginn útsýnisglugga.

Gengið er upp tvö þrep í stofu með vönduðum arni, hlöðnum úr grágrýti. Góðar flísalagðar svalir snúa í suður og af þeim tröppur niður í garð.

Baðherbergið er allt endurnýjað, þar er baðkar, kirsuberjainnrétting og flísar á gólfi og veggjum. Hjónaherbergið er með skápum og er opið þaðan inn í herbergi við hliðina sem nýtt er sem fataherbergi. Úr holi er gengið niður í stórt sjónvarpshol, þaðan er hurð út á hellulagða suðurverönd. Þar inn af eru þrjú svefnherbergi, öll með skápum og baðherbergi sem nýlega var endurnýjað, þar er sturtuklefi og flísar á gólfi og vegg. Einnig eru í húsinu Sauna og tvær geymslur, önnur minni.

Innbyggður bílskúrinn er með hita, rafmagni og vatni. Á anddyri og baðherbergjum eru flísar á gólfi sem fyrr sagði en nýlegt parket er á eldhúsi, stofum, sjónvarpsholi og herbergjum. Ásett verð á þessa eign er 39 millj.kr."