Nokkrir  gefenda afhenda gjöfina á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja.
Nokkrir gefenda afhenda gjöfina á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja.
NOKKRIR útgerðarmenn og útgerðarfyrirtæki hafa gefið Heilbrigðisstofnuninni í Vestmannaeyjum mjög fullkomin rannsóknartæki til maga- og ristilspeglunar. Það var að frumkvæði Bjarna Sighvatssonar f.v.

NOKKRIR útgerðarmenn og útgerðarfyrirtæki hafa gefið Heilbrigðisstofnuninni í Vestmannaeyjum mjög fullkomin rannsóknartæki til maga- og ristilspeglunar.

Það var að frumkvæði Bjarna Sighvatssonar f.v. útgerðarmanns sem kom að máli við Útvegsbændafélag Vestmannaeyja og fór þess á leit við það, að það tæki við söfnunarlista og uppgjöri söfnunar þeirrar sem hann stóð fyrir meðal núverandi og fyrrverandi útvegsbænda í Vestmannaeyjum. Fram kom í gjafabréfi að heildarverðmæti gjafarinnar er 5.567.015 kr. Það var Hjörtur Kristjánsson sérfræðingur í lyflækningum við Heilbrigðisstofnunina í Vestmannaeyjum sem tók við gjöfinni og þakkaði hann, fyrir hönd stofnunarinnar, gefendum rausnarskap þeirra.