14.-15. mars 2003

HAGASKÓLI sigraði með töluverðum yfirburðum í sveitakeppni grunnskóla í Reykjavík sem fram fór um helgina. Sigurinn þarf ekki að koma á óvart, enda er rekið afar öflugt skákstarf í skólanum undir leiðsögn Arngríms Gunnhallssonar. Í sveit skólans eru margir af okkar efnilegustu skákmönnum með Dag Arngrímsson í broddi fylkingar. Úrslit urðu annars þessi:

1. Hagaskóli 21½ v. (af 24)

2. Hlíðaskóli 17½ v.

3. Rimaskóli-A 16 v.

4. Melaskóli 11 v.

5. Laugalækjarskóli 8 v.

6. Rimaskóli-B 7 v.

7. Laugarnesskóli 3 v.

Fyrir sveit Hagaskóla tefldu:

1. Dagur Arngrímsson 3 v. af 3

2. Hilmar Þorsteinsson 5½ v. af 6

3. Aron Ingi Óskarsson 6 v. af 6

4. Víkingur Fjalar Eiríkss. 5 v. af 6

1. vm.: Helgi Rafn Hróðmarsson 0 v. af 1

2. vm.: Hlín Önnudóttir 2 v. af 2

Fyrir sveit Hlíðaskóla tefldu:

1. Helgi Jason Hafsteinss. 5 v. af 6

2. Helgi Brynjarsson 3 v. af 6

3. Aron Hjalti Björnsson 4½ v. af 6

4. Jón Ágúst Erlingsson 5 v. af 6

Fyrir A-sveit Rimaskóla tefldu:

1. Hjörvar S. Grétarsson 3 v. af 6

2. Ingvar Ásbjörnsson 5 v. af 6

3. Garðar Sveinbjörnsson 4 v. af 6

4. Birgir Örn Grétarsson 4 v. af 6

Í ár tóku aðeins 7 sveitir þátt í mótinu, sem verða að teljast vonbrigði. Taflfélagið veitti sérstök verðlaun fyrir bestan árangur á hverju borði fyrir sig og það voru Helgi Jason Hafsteinsson, Hlíðaskóla (1. borð; 5 v.), Hilmar Þorsteinsson, Hagaskóla (2. borð; 5½ v.), Aron Ingi Óskarsson, Hagaskóla (3. borð; 6 v.) og Víkingur Fjalar Eiríksson, Hagaskóla, og Jón Ágúst Erlingsson, Hlíðaskóla (4. borð; 5 v. hvor), sem hlutu þau.

Mótsstjóri frá ÍTR var Soffía Pálsdóttir. Skákstjórar fyrir hönd TR voru Ólafur H. Ólafsson og Torfi Leósson.

Sex skákmenn efstir á Meistaramóti Hellis

Sex skákmenn eru efstir og jafnir á Meistaramóti Hellis eftir tvær umferðir. Það eru Davíð Kjartansson, Björn Þorsteinsson, Jóhann H. Ragnarsson, Björn Þorfinnsson, Kjartan Maack og Dagur Arngrímsson. Nokkuð var um óvænt úrslit í annarri umferðinni rétt eins og í fyrstu umferð. Patrick Svansson (1.640) og Guðmundur Kjartansson (2.080) gerðu jafntefli. Það gerðu einnig Andrés Kolbeinsson (1.620) og Jóhann Ingvason (1.990) og Aron Ingi Óskarsson (1.410) og Kristján Örn Elíasson (1.790). Svanberg Már Pálsson, 9 ára og stigalaus, lagði Tómas Ponzi (1.500) að velli. Margrét Jóna Gestsdóttir, sem einnig er stigalaus, sigraði Sverri Þorgeirsson (1.500).

Keppendur lentu í óvæntri uppákomu í byrjun umferðarinnar þegar flytja þurfti mótið á annan stað. Ástæðan var sú að keppnissalurinn hafði verið leigður tveimur aðilum sama kvöldið! Sem betur fer er fáheyrt að slík mistök séu gerð. Það var Taflfélag Reykjavíkur sem bjargaði umferðinni með því að lána sitt húsnæði þótt fyrirvarinn væri enginn.

Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson