Ársfundur Heimssýnar, hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum, verður haldinn í dag, þriðjudaginn 18. mars kl. 16.30 á veitingahúsinu Iðnó, við tjörnina í Reykjavík.
Ársfundur Heimssýnar, hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum, verður haldinn í dag, þriðjudaginn 18. mars kl. 16.30 á veitingahúsinu Iðnó, við tjörnina í Reykjavík. Ragnar Arnalds, formaður, mun ávarpa fundinn og fjalla um Evrópuumræðuna á liðnu starfsári hreyfingarinnar. Erindi halda: Skúli Magnússon, mag. jur. dósent við Lagadeild Háskóla Íslands, Einar Örn Ólafsson, verkfræðingur og MBA-nemi við New York University (Stern) og Erna Bjarnadóttir, forstöðumaður hjá Bændasamtökum.