Hví vantar mig þrótt til að lifa og sýngja? Hví geing ég sljór um götur og torg? Hví sparka ég til húsveggjanna? Standa þeir í vegi fyrir róttækum hugmyndum mínum? Mig vantar félaga og förunaut. Blóð mitt er geislavirkt.
Hví vantar mig þrótt

til að lifa og sýngja?

Hví geing ég sljór

um götur og torg?

Hví sparka ég til húsveggjanna?

Standa þeir í vegi

fyrir róttækum hugmyndum mínum?

Mig vantar félaga og förunaut.

Blóð mitt er geislavirkt.

Í lendum mínum fara fram kjarnorkusprengingar.

Dagur Sigurðarson (1937-1994) var ljóðskáld og myndlistarmaður. Ljóðið Kvenmannsleysi birtist í ljóðabókinni Hlutabréf í sólarlaginu (1958).