Nýir bílar á hafnarbakka.
Nýir bílar á hafnarbakka.
BRÁÐABIRGÐATÖLUR um innheimtu virðisaukaskatts í mars benda til verulegrar aukningar almenns vöruinnflutnings í mánuðinum hvort sem miðað er við febrúarmánuð eða marsmánuð árið 2002. Þetta kemur fram í vefriti fjármálaráðuneytisins. Skv.
BRÁÐABIRGÐATÖLUR um innheimtu virðisaukaskatts í mars benda til verulegrar aukningar almenns vöruinnflutnings í mánuðinum hvort sem miðað er við febrúarmánuð eða marsmánuð árið 2002. Þetta kemur fram í vefriti fjármálaráðuneytisins.

Skv. þessum tölum gæti innflutningur án skipa og flugvéla hafa numið rúmlega 15½ milljarði króna, samanborið við 13,8 milljarða í febrúar sl. og 14,2 milljarða í marsmánuði í fyrra. Aukningin frá síðasta ári mælist 21% að raungildi en fjármálaráðuneytið bendir þó á, að hafa verði í huga að í fyrra voru páskarnir í mars þannig að innflutningur hefur verið eitthvað minni þess vegna.

Innflutningur rafbúnaðar og tækja á fyrstu þremur mánuðum þessa árs dróst saman um 1,1 milljarð króna og innflutningur á húsgögnum og húsbúnaði dróst saman um 600 milljónir króna eða um 30%. Aftur á móti jókst innflutningur ökutækja og fylgihluta þeirra um 25% frá sama tímabili í fyrra.