Vésteinn Ólason og Unnur A. Jónsdóttir, eiginkona hans, voru í Minneapolis á dögunum vegna Víkingasýningarinnar.
Vésteinn Ólason og Unnur A. Jónsdóttir, eiginkona hans, voru í Minneapolis á dögunum vegna Víkingasýningarinnar.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
VÍKINGASÝNINGIN í Vísindasafninu í St. Pauls í Minnesota hefur vart farið framhjá neinum í "tvíburaborginni" og hafa heimamenn bryddað upp á ýmsum menningarviðburðum til að vekja enn meiri athygli á henni.
VÍKINGASÝNINGIN í Vísindasafninu í St. Pauls í Minnesota hefur vart farið framhjá neinum í "tvíburaborginni" og hafa heimamenn bryddað upp á ýmsum menningarviðburðum til að vekja enn meiri athygli á henni.

Með febrúarblaði tímaritsins Minneapolis St. Paul fylgir til dæmis 24 síðna innskotsblað um Norðurlöndin, Nordic Life, sem aðalræðismenn Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar í Minneapolis höfðu umsjón með. Þeir rita sameiginlegan inngang og síðan eru greinar um norræn málefni en á forsíðu fimm myndir, ein frá hverri þjóð, þar sem mynd frá Bláa lóninu er mest áberandi."Ég er ánægðastur með að hafa fengið þessa mynd frá Bláa lóninu á forsíðu," segir Örn Arnar, aðalræðismaður Íslands í Minneapolis, og bætir við að blaðið sé ekki aðeins hugsað til að kynna Víkingasýninguna heldur líka til að vekja athygli á Norðurlöndunum en Norðurlandaráð hafi styrkt útgáfuna.

Eiginkona Arnar, Margrét K. Arnar eða Maddý eins og hún er kölluð, segir að útbreiðsla blaðsins sé mjög mikil. "Hérna eru gefin út tvö borgarblöð, þetta og The Twin Cities, og flestir borgarbúar kaupa þau í áskrift. Víkingasýningin fer því ekki framhjá neinum hérna," segir hún. Í háskólanum og á Vísindasafninu sjálfu hafa verið ýmsir viðburðir sem hafa tengst Víkingasýningunni. Í því sambandi má nefna að Vésteinn Ólason, prófessor og forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar, flutti tvo fyrirlestra um Íslendingasögur í Minnesota fyrir skömmu. Annan í miðaldafræðistofnun Minnesotaháskóla og hinn í Vísindasafninu í St. Pauls. "Mikill áhugi var á fyrirlestrunum og komust færri að en vildu enda Minnesota vagga norrænnar menningar í Bandaríkjunum," segir Maddý.