MARGMIÐLUN býður nú 4 ADSL Startpakka. Pakki I er með innbyggðu mótaldi og kostar 5.900 kr. Pakki II er með utanáliggjandi mótaldi og kostar 6.900 kr. pakkinn.
MARGMIÐLUN býður nú 4 ADSL Startpakka. Pakki I er með innbyggðu mótaldi og kostar 5.900 kr. Pakki II er með utanáliggjandi mótaldi og kostar 6.900 kr. pakkinn. Pakki III er með leiðarstjóra sem gerir kleift að tengja margar tölvur samtímis við Netið og kostar hann 18.900 kr. Pakki IV er fyrir þá sem vilja hafa þráðlaust net á heimilinu og kostar hann 29.900 kr.

Fyrir þá sem eiga utanáliggjandi ADSL-mótald með internet-tengi býður Margmiðlun sérstakt tilboðsverð á þráðlausum leiðarstjóra og kostar hann 15.900 kr. Hér eru nýjustu verðin á Startpökkunum frá Margmiðlun og hvað er innifalið í þeim. Sjá töflu.

Margmiðlun býður niðurfellingu stofngjalda til 15. apríl nk. Þar fyrir utan býður fyrirtækið frítt eintak af forritunum ChildSafe eða WindowWasher með ADSL Startpökkum keyptum í þjónustuveri Margmiðlunar til 15. Apríl. ChildSafe er barnaöryggislausn sem gerir foreldrum kleift að stjórna tölvunotkun barna sinna, en WindowWasher hjálpar fólki að taka til í tölvunni sinni og hreinsar burt óæskilegt efni og upplýsingar um tölvunotkun, sem safnast upp í tölvunni við notkun. Verð þessara forrita er 4.400 kr. stk. ef þau eru keypt sérstaklega.