Í DAG kemur í ljós hver verður Íslandsmeistari í blaki kvenna þegar lið Þróttar Neskaupstað og KA mætast í hreinum úrslitaleik í Digranesi í Kópavogi kl. 15.15.
Í DAG kemur í ljós hver verður Íslandsmeistari í blaki kvenna þegar lið Þróttar Neskaupstað og KA mætast í hreinum úrslitaleik í Digranesi í Kópavogi kl. 15.15. Þróttur er núverandi Íslandsmeistari í blaki kvenna og varð á dögunum deildarmeistari fjórða árið í röð. Liðið vann í öllum átján viðureignum sínum í deildinni og tapaði aðeins átta hrinum í leikjunum átján. KA hafnaði í öðru sæti í deildinni, vann í ellefu viðureignum.