Íslensk grafík, Hafnarhúsi Síðasta sýningarhelgi á verkum breska listamannsins Alistair Macintyre. Sýningin er opin kl. 14-18. Kammerkór Suðurlands heldur tónleika í Ráðhúsinu í Þorlákshöfn kl. 16 og að Gömlu-Borg í Grímsnesi kl. 21.
Íslensk grafík, Hafnarhúsi Síðasta sýningarhelgi á verkum breska listamannsins Alistair Macintyre.

Sýningin er opin kl. 14-18.

Kammerkór Suðurlands heldur tónleika í Ráðhúsinu í Þorlákshöfn kl. 16 og að Gömlu-Borg í Grímsnesi kl. 21. Flutt verður tónlist frá ýmsum tímum, allt frá barokk til popptónlistar, s.s. djassaður Bach, rómantískur Billy Joel og íslensk þjóðlög. Stjórnandi kórsins er Hilmar Örn Agnarsson.

Kórinn er skipaður menntuðu tónlistarfólki sem starfar á Suðurlandi.