Siv Friðleifsdóttir umverfisráðherra og Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra við lífdísildæluna.
Siv Friðleifsdóttir umverfisráðherra og Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra við lífdísildæluna.
NÝTT íslenskt eldsneyti, framleitt úr dýrafitu, matarolíu og lýsi, var formlega tekið í notkun í fyrradag af Guðna Ágústssyni landbúnaðarráðherra og Siv Friðleifsdóttur umhverfisráðherra.
NÝTT íslenskt eldsneyti, framleitt úr dýrafitu, matarolíu og lýsi, var formlega tekið í notkun í fyrradag af Guðna Ágústssyni landbúnaðarráðherra og Siv Friðleifsdóttur umhverfisráðherra.

Landbúnaðarráðherrann dældi eldsneytinu, sem hefur fengið nafnið lífdísill, á mjólkurbíl Mjólkurbús Flóamanna og bílnum var síðan ekið frá verksmiðju Kjötmjöls að mjólkurbúinu.

Iðntæknistofnun og Kjötmjöl hafa staðið saman að þróun eldsneytisins undanfarin ár ásamt samstarfsaðilum.