NÝ útgáfa af ÍST 30-staðlinum tekur gildi 1. september nk. Þetta er jafnframt 5. útgáfa staðalsins. Í fréttatilkynningu frá Byggingarstaðlaráði segir að miklu skipti að einhlítur skilningur ríki á samningum sem gerðir eru á milli verkkaupa og verktaka.
NÝ útgáfa af ÍST 30-staðlinum tekur gildi 1. september nk. Þetta er jafnframt 5. útgáfa staðalsins. Í fréttatilkynningu frá Byggingarstaðlaráði segir að miklu skipti að einhlítur skilningur ríki á samningum sem gerðir eru á milli verkkaupa og verktaka. Líta megi á staðalinn ÍST 30 sem "verkfæri" til þess að tryggja sameiginlegan skilning. Staðallinn ÍST 30 sé því nauðsynlegur fyrir alla sem standa að verklegum framkvæmdum. Fram kemur að staðallinn var endurskoðaður til þess að auka enn frekar notagildi hans fyrir hagsmunaaðila, jafnt verkkaupa sem verktaka.

Staðallinn tekur gildi 1. september. Hins vegar verður hann fáanlegur frá 15. júlí. Staðallinn kom fyrst út árið 1969, 2. útgáfa kom 1979, 3. útgáfa 1988 og síðast var hann gefinn út 1997. Endurskoðun staðalsins var unnin af vinnuhópi á vegum Byggingarstaðlaráðs. Vinnuhópinn skipuðu: Jónas Frímannsson, formaður, Eyjólfur Bjarnason, Guðmundur Pálmi Kristinsson, Gunnar S. Björnsson, Jakob R. Möller, Kristrún Heimisdóttir, Rögnvaldur Gunnarsson og Stanley Pálsson.