Krikketleikur á Tungubakkavelli.
Krikketleikur á Tungubakkavelli.
BRESKT áhugamannalið í krikket kemur til landsins á föstudag og leikur þrjá leiki hér á landi, á föstudag verður miðnæturleikur við Kylfuna á grasvellinum á Seltjarnarnesi, á laugardag verður leikið á Valbjarnarvellinum klukkan 14 og á sunnudag verður...

BRESKT áhugamannalið í krikket kemur til landsins á föstudag og leikur þrjá leiki hér á landi, á föstudag verður miðnæturleikur við Kylfuna á grasvellinum á Seltjarnarnesi, á laugardag verður leikið á Valbjarnarvellinum klukkan 14 og á sunnudag verður leikið við Glaum, lið heimamanna.

Bruce Dickinson, söngvari Iron Maiden og flugmaður Iceland Express, flýgur með liðið til landsins og stefnt er að því að hann verði heiðursgestur á fyrsta leiknum og taki jafnvel sjálfur þátt í honum.

Krikketiðkun á Íslandi var endurvakin í júlí 1999 þegar Kylfan, krikketklúbbur Reykjavíkur, var stofnuð. Klúbburinn vakti athygli Evrópska krikketsambandsins sem sendi félaginu fullkominn búnað auk þess sem sambandið hefur sent þjálfara hingað til lands. Ári síðar var Glaumur í Stykkishólmi stofnaður og í kjölfarið fór fram fyrsta Íslandsmótið í krikket.