Ágúst Guðmundsson
Ágúst Guðmundsson
HANDBÆRT fé Bakkavarar Group jókst úr 1,4 milljónum punda um áramót í 42,8 milljónir punda í lok júní, eða í sem svarar 5,4 milljarða króna.
HANDBÆRT fé Bakkavarar Group jókst úr 1,4 milljónum punda um áramót í 42,8 milljónir punda í lok júní, eða í sem svarar 5,4 milljarða króna. Í tilkynningu frá félaginu segir að í gær hafi endanlega verið gengið frá sölu á sjávarútvegshluta þess og það hafi nú um 8,2 milljarða króna í sjóðum. Ágúst Guðmundsson stjórnarformaður Bakkavarar segir sjóðsstöðu félagsins gríðarlega sterka og fyrirtækið afar vel fjármagnað. Spurður að því hvort þetta verði nýtt til frekari vaxtar fyrirtækisins segir Ágúst að ætlunin sé að nýta þessa stöðu bæði til innri vaxtar og til að kanna tækifæri til kaupa í öðrum fyrirtækjum, en þó sé ekkert ákveðið fyrirtæki í sigtinu í því sambandi.