SKELJUNGUR hf. hefur sagt upp um tug starfsmanna og taka uppsagnir þeirra gildi hinn 1. ágúst. Forstjóri Skeljungs segir að uppsagnirnar tengist fyrst og fremst því að fyrirtækið seldi fyrir skömmu Hans Petersen.

SKELJUNGUR hf. hefur sagt upp um tug starfsmanna og taka uppsagnir þeirra gildi hinn 1. ágúst. Forstjóri Skeljungs segir að uppsagnirnar tengist fyrst og fremst því að fyrirtækið seldi fyrir skömmu Hans Petersen.

"Þetta eru alerfiðustu ákvarðanir sem þarf að taka," sagði Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri Skeljungs, í samtali við Morgunblaðið í gær. Skeljungur hafi séð um fjármála- og tækniþjónustu fyrir Hans Petersen en við söluna á fyrirtækinu hafi losnað um þau störf. Um leið hafi verið hagrætt í öðrum rekstri. Gunnar segir að fólkið verði að sjálfsögðu aðstoðað við leit að öðrum störfum óski það eftir því.