Bryndís Rögnvaldsdóttir og Unnar Guðmundsson að Eyjarholti 5 fengu viðurkenningu fyrir listrænan og sérstæðan garð. Mörg handtökin hafa farið í þetta steinabeð.
Bryndís Rögnvaldsdóttir og Unnar Guðmundsson að Eyjarholti 5 fengu viðurkenningu fyrir listrænan og sérstæðan garð. Mörg handtökin hafa farið í þetta steinabeð.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
EIGENDUR garðsins við íbúðarhúsið að Garðbraut 86 í Garði fékk árleg verðlaun fegrunar- og umhverfisnefndar Gerðahrepps. Einnig fengu eigendur garða við Lyngbraut 7 og Eyjarholt 5 viðurkenningar fyrir fallega garða.

EIGENDUR garðsins við íbúðarhúsið að Garðbraut 86 í Garði fékk árleg verðlaun fegrunar- og umhverfisnefndar Gerðahrepps. Einnig fengu eigendur garða við Lyngbraut 7 og Eyjarholt 5 viðurkenningar fyrir fallega garða.

Fegrunar- og umhverfisnefnd Gerðahrepps hefur veitt viðurkenningar fyrir fallega garða í tuttugu ár. Kristjana Kjartansdóttir, formaður nefndarinnar, segir að margir Garðbúar hafi unnið að því að fegra umhverfi sitt og sýni með því gott fordæmi. Ástand garðanna sé mjög gott í ár. Margir garðar hafi því komið til greina við val á verðlaunagörðum. "Margir lofa góðu og við sjáum fyrir okkur að það verði ekki vandræði með að velja garða á næstu árum," segir Kristjana.

Skjól hefur myndast

Hún tekur fram að sveitarfélagið hafi einnig lagt sitt af mörkum með átaki í gróðursetningu trjáa og blóma og fegrun umhverfisins. Þar hafi orðið bylting á síðustu árum.

Ræktunarskilyrði hafa verið talin fremur erfið í Garði. "Fólk hélt það. En svo myndaðist skjól með gróðri, bæði í görðum fólks og skjól af öðrum og fólk hefur fundið út hvað dugar best við þau skilyrði sem hér ríkja. Þetta hefur hafst með dugnaði og vandvirkni," segir Kristjana.

Eigendur aðalverðlaunagarðsins eru Björg Björnsdóttir og Vilhelm Guðmundsson að Garðbraut 86. Þau fá verðlaunin fyrir gróinn og glæsilegan garð sem áður fékk þessi verðlaun fyrir nítján árum.

Sæunn Andrésdóttir og Tryggvi Einarsson fengu viðurkenningu fyrir fallegan og snyrtilegan garð að Lyngbraut 5. Framan við húsið er lítill sem enginn gróður en fallegt umhverfi byggist á grjóti og möl. "Við vildum minnka grasið og gera eitthvað öðruvísi. Nóg er af grjótinu hér í heiðinni," sagði Tryggvi og tók fram að þau hefðu ekki lokið framkvæmdinni.

Bryndís Rögnvaldsdóttir og Unnar Guðmundsson að Eyjarholti 5 fengu viðurkenningu fyrir listrænan og sérstæðan garð. Í garðinum eru margar styttur og lítil listaverk, raðað saman á skemmtilegan hátt.