4. janúar 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 166 orð | 2 myndir

Himneskur sítrónubúðingur

[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Bragðast frábærlega og er sáraeinfalt í framkvæmd - Anna systir elskar búðinginn! Hann tekur sig vel út í glerfati því hann fer í lög þegar hann bakast og það verður eins og sítrónukrem undir og marengs ofan á. Nammanamm ... mjög ljúffengt!
Bragðast frábærlega og er sáraeinfalt í framkvæmd - Anna systir elskar búðinginn! Hann tekur sig vel út í glerfati því hann fer í lög þegar hann bakast og það verður eins og sítrónukrem undir og marengs ofan á. Nammanamm ... mjög ljúffengt!

Handa 4

55 g smjör

115 g sykur (vanillusykur er góður)

rifinn börkur og safi úr 1 sítrónu

2 stór egg, skilin

55 g hveiti

285 ml mjólk

Hitið ofninn í 200°C. Þeytið smjör, sykur og sítrónubörk létt og ljóst. Bætið í rauðunum og hveitinu og hrærið, bætið síðan í mjólkinni og 3 matskeiðum af sítrónusafa og blandið þessu vel saman. Stífþeytið hvíturnar í annarri skál og bætið rauðublöndunni saman við hvíturnar. Allt á að blandast saman en ekki meira en það, svo loftið fari ekki úr hvítunum. Hellið í smurt eldfast fat, látið það í ofnskúffu og hellið vatni í svo það nái um þriðjung upp búðingsfatið. Bakið í heitum ofninum í um 45 mínútur þar til búðingurinn hefur hlaupið saman og er mjúkur og gullinn.

Sæludagar með Jamie Oliver, PP-Forlag, 2003

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.