[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
*SIGFÚS Sigurðsson skoraði sitt 200. mark með landsliðinu í handknattleik gegn Svíum í Malmö í gærkvöldi. Sigfús hefur skorað 202 mörk með landsliðinu frá því að hann skoraði sitt fyrsta mark í sínum fyrsta landsleik - gegn Ástralíu í Kumamoto í Japan 9.
*SIGFÚS Sigurðsson skoraði sitt 200. mark með landsliðinu í handknattleik gegn Svíum í Malmö í gærkvöldi. Sigfús hefur skorað 202 mörk með landsliðinu frá því að hann skoraði sitt fyrsta mark í sínum fyrsta landsleik - gegn Ástralíu í Kumamoto í Japan 9. apríl 1996, 29:19.

*DAGUR Sigurðsson var enn geymdur utan leikmannahópsins í gærkvöld þegar leikið var við Svía í Malmö. Það þótti ekki rétt að etja honum í þau átök en mögulegt er að hann komi eitthvað við sögu gegn Egyptum í dag. Björgvin Páll Gústavsson var líka meðal áhorfenda í Malmö.

* SNORRI Steinn Guðjónsson fór af velli um miðjan fyrri hálfleik þegar meiðsli í nára gerðu vart við sig en Snorri hefur glímt nokkuð við þau að undanförnu. "Eftir að Elli (Elís Þór Rafnsson sjúkraþjálfari) hafði teygt vel á mér var ég aftur tilbúinn í slaginn í seinni hálfleik og ég óttast þessi meiðsli ekkert," sagði Snorri Steinn. * SIGFÚS Sigurðsson fann ekkert fyrir bakmeiðslunum eftir leikinn - spilaði megnið af leiknum af fullum krafti í sókn og vörn.

* ÓLAFUR Stefánsson nýtur greinilega mikillar virðingar í Svíþjóð eins og annars staðar. Þegar landslið Íslands og Svíþjóðar voru kynnt með glæsibrag fyrir leikinn í Malmö í gærkvöld kynnti Íslandsvinurinn Krister Bromann, sem var þulur leiksins, Ólaf betur en aðra og áhorfendur í Baltiska Hallen klöppuðu duglega fyrir honum.

* BROMANN lét líka áhorfendur klappa fyrir Ólafi í leiknum sjálfum þegar hann hafði sýnt sérstaklega góð tilþrif, og undir það var tekið í troðfullri höllinni, þar sem áhorfendur voru tæplega fjögur þúsund.

* JONAS Källman, félagi Ólafs hjá Ciudad Real, lék í vinstra horninu hjá Svíum, og fékk það hlutverk að taka Ólaf úr umferð þegar Íslendingar voru manni færri. Källman er 22 ára og tveggja metra hár.