AFNEMA á einkarétt ríkisins á innflutningi og framleiðslu á tóbaki 1. júlí nk. samkvæmt frumvarpi fjármálaráðherra. Áfengis og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) mun þó áfram hafa einkarétt á heildsölu. Ívar J.
AFNEMA á einkarétt ríkisins á innflutningi og framleiðslu á tóbaki 1. júlí nk. samkvæmt frumvarpi fjármálaráðherra. Áfengis og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) mun þó áfram hafa einkarétt á heildsölu.

Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR, segir þetta leiða til þess að allir sem vilja geti flutt inn tóbak að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Telur hann líklegt að innflytjendum tóbaks muni fjölga nokkuð. "Við munum sjá um heildsöludreifinguna og innkaupareglur okkar munu stýra flæði tóbaks inn á markaðinn," segir Ívar.

Því muni ÁTVR kaupa tóbak af innlendum aðilum í stað þess að flytja það allt inn.