GERARD Houllier, knattspyrnustjóri Liverpool, brosti breitt í Sofíu í gær er lið hans vann Levski, 4:2, og samanlagt 6:2, í UEFA-keppninni. "Ég er ánægður að Owen skyldi skora í leiknum en hann hefur átt á brattann að sækja að undanförnu.
GERARD Houllier, knattspyrnustjóri Liverpool, brosti breitt í Sofíu í gær er lið hans vann Levski, 4:2, og samanlagt 6:2, í UEFA-keppninni. "Ég er ánægður að Owen skyldi skora í leiknum en hann hefur átt á brattann að sækja að undanförnu. Hann var einbeittur og veit að hann getur náð að bæta markametið í Evrópukeppninni. Owen vinnur vel fyrir liðið," sagði Houllier sem enn hefur ekki tapað á útivelli í UEFA-keppninni.