Vinur Óttars Einarssonar er sjómaður, sem hringdi í hann nýkominn í land og sagðist hafa fengið sér einn bjór "svona upp á meltinguna".

Vinur Óttars Einarssonar er sjómaður, sem hringdi í hann nýkominn í land og sagðist hafa fengið sér einn bjór "svona upp á meltinguna". Þá orti Óttar:

Eftir velting, þurrk og þjór,

þorsta, seltu og bruna,

í sig skellti einum bjór

upp á meltinguna.

Í Viðhorfi Þrastar Helgasonar á þriðjudag var fjallað um dónalegan Dana, sem sagði Ísland of lítið til að geta af sér góðar bókmenntir. Þröstur rifjaði upp að Halldór Laxness hefði beðið landsmenn í lengstu lög að yrkja ekki eins og Skandinavar. Kantónan kveður:

Skáldgáfuna viljum virkja

frá vöggu alla leið til grafar;

við megum bara ekki yrkja

eins og þessir Skandinavar.

pebl@mbl.is