Deep Purple heldur tónleika á Íslandi í sumar.
Deep Purple heldur tónleika á Íslandi í sumar.
HLJÓMSVEITIN Deep Purple heldur tónleika á Íslandi 24. júní í sumar. Hljómsveitin er ein af frægustu þungarokksveitum sögunnar og hefur áður spilað á Íslandi, árið 1971.

HLJÓMSVEITIN Deep Purple heldur tónleika á Íslandi 24. júní í sumar.

Hljómsveitin er ein af frægustu þungarokksveitum sögunnar og hefur áður spilað á Íslandi, árið 1971.

Þrír af þeim liðsmönnum í Deep Purple sem léku þá verða einnig með á tónleikunum að þessu sinni, Ian Gillan , Ian Paice og Roger Glover en í stað þeirra Richie Blackmores og Jons Lords eru komnir Steve Morse og Don Airey .

Góðar líkur eru á því að rokksveitin Uriah Heep , sem er af sömu kynslóð og Deep Purple, leiki einnig á tónleikunum. Miðasala hefst næsta föstudag, 2. apríl, en sölustaðir verða nánar auglýstir síðar.

Þá hófst miðasala á tvenna aðra tónleika, með þýsku hljósveitinni Kraftwerk og bandarísku sveitinni Pixies, í vikunni. Seldust miðar upp á klukkustund á Pixies en ennþá er hægt að fá miða á Kraftwerk. Tónleikar Kraftwerk eru 5. maí en Pixies spila 26. maí.

Einnig birtist frétt um það annars staðar í blaðinu að sveitasöngvarinn Kris Kristofferson mun halda tónleika hér á landi í sumar.