7. júní 2004 | Íþróttir | 163 orð

Bárður áfram með Snæfell

BÁRÐUR Eyþórsson hefur ákveðið að halda áfram þjálfun körfuknattleikslið Snæfell úr Stykkishólmi, en hann hafði tekið sér nokkurn tíma til að íhuga málið og var að hugsa um að hætta og hafði gefið það sterklega í skyn.
BÁRÐUR Eyþórsson hefur ákveðið að halda áfram þjálfun körfuknattleikslið Snæfell úr Stykkishólmi, en hann hafði tekið sér nokkurn tíma til að íhuga málið og var að hugsa um að hætta og hafði gefið það sterklega í skyn.

"Bárður hringdi í mig í dag og sagði mér að hann ætlaði að vera áfram. Það er mikill léttir fyrir okkur og fagnaðarefni," sagði Gissur Tryggvason, formaður körfuknattleiksdeildar Snæfells, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi.

Þetta er fjórða tímabilið sem Bárður er með lið Snæfells, kom liðinu upp í úrvalsdeild og hefur þjálfað það í þau tvö tímabil sem liðið hefur leikið þar. Í vetur varð Snæfell deildarmeistari og lék til úrslita við Keflvíkinga í deildinni.

Pálmi bætist í hópinn

Pálmi Freyr Sigurgeirsson, sem hefur spilað með Breiðabliki, hefur ákveðið að ganga til liðs við Snæfell. "Við verðum með gríðarlega sterkt lið næsta vetur og ætlum að byrja þar sem frá var horfið í vor," sagði Gissur en sagði ekki komið endanlega í ljós hvort meiri liðsstyrkur kæmi í Hólminn.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.