RÚMLEGA 87% þjóðarinnar vilja leyfa samkynhneigðum einstaklingum að gifta sig, og þar af vilja 69% að samkynhneigðir fái að gifta sig í kirkju. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar IMG Gallup.
RÚMLEGA 87% þjóðarinnar vilja leyfa samkynhneigðum einstaklingum að gifta sig, og þar af vilja 69% að samkynhneigðir fái að gifta sig í kirkju. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar IMG Gallup.

Um 13% telja að samkynhneigðir eigi ekki að fá að gifta sig, hvorki borgaralega né í kirkju. 18% telja að samkynhneigðir eigi aðeins að fá að gifta sig borgaralega, og 3% að þeir megi bara gifta sig í kirkju.