Sameiningarkæra | Í gær fór fram málflutningur hjá Héraðsdómi Austurlands vegna frávísunar á kæru vegna sameiningar Austur-Héraðs, Norður-Héraðs og Fellahrepps.

Sameiningarkæra | Í gær fór fram málflutningur hjá Héraðsdómi Austurlands vegna frávísunar á kæru vegna sameiningar Austur-Héraðs, Norður-Héraðs og Fellahrepps. Á annan tug íbúa á Norður-Héraði kærði sameininguna og var málið tekið fyrir hjá Héraðsdómi í síðustu viku. Búist er við dómsúrskurði, grundvölluðum á niðurstöðu frávísunarinnar, fyrir helgina.