Prince
Prince
VOTTURINN Prince hefur gengið rækilega fram af mönnum með því að láta söguhetjuna í nýjasta myndbandi sínu fremja sjálfsmorð með sprengju.

VOTTURINN Prince hefur gengið rækilega fram af mönnum með því að láta söguhetjuna í nýjasta myndbandi sínu fremja sjálfsmorð með sprengju.

Keisha Castle-Hughes leikur arabísk-bandaríska stelpu sem líður miklar kvalir og ákveður að sprengja sig í loft upp á flugvelli nokkrum.

Myndbandið er við lagið "Cinnamon Girls" en textinn í því fjallar um kynblendingsstúlku sem liggur undir grun um að hafa framið kynþáttarglæp. Leikstjóri myndbandsins, Phil Harden, fullyrðir að hið umdeilda sjálfsmorðssprengjuatriði hafi eiginlega ekki átt að vera raunverulegt, heldur fremur lýsa þjáningu stúlkunnar og því sem hún ímyndaði sér að hún gæti gert til að bregðast við árásunum sem hún verður fyrir.