10. nóvember 2004 | Innlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Skipaður skrifstofustjóri efnahagsskrifstofu

Þorsteinn Þorgeirsson
Þorsteinn Þorgeirsson
Fjármálaráðherra hefur skipað Þorstein Þorgeirsson í embætti skrifstofustjóra efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins. Þorsteinn er hagfræðingur að mennt og á að baki fjölþætta starfsreynslu innan lands og utan. Hann hefur m.a.
Fjármálaráðherra hefur skipað Þorstein Þorgeirsson í embætti skrifstofustjóra efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins. Þorsteinn er hagfræðingur að mennt og á að baki fjölþætta starfsreynslu innan lands og utan. Hann hefur m.a. starfað sem hagfræðingur hjá EFTA og hjá Efnahags- og samvinnustofnuninni, OECD. Frá árinu 2001 hefur Þorsteinn gegnt starfi hagfræðings Samtaka iðnaðarins. Þorsteinn hefur störf í fjármálaráðuneytinu 1. janúar næstkomandi.

Fimm umsóknir bárust um embættið. Einn umsækjenda dró umsókn sína til baka. Hinir voru Ari Skúlason, hagfræðingur, Benedikt Valsson, hagfræðingur og Helga Jónsdóttir hagfræðingur.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.