15. desember 2004 | Innlendar fréttir | 171 orð | 1 mynd

Andlát

JÓN FRÁ PÁLMHOLTI

JÓN Kjartansson frá Pálmholti lést á heimili sínu sunnudaginn 12. desember, 74 ára að aldri. Jón fæddist 25. maí 1930 í Pálmholti í Eyjafirði, sonur hjónanna Kjartans Ólafssonar bónda og Þuríðar Jónsdóttur húsmóður.
JÓN Kjartansson frá Pálmholti lést á heimili sínu sunnudaginn 12. desember, 74 ára að aldri. Jón fæddist 25. maí 1930 í Pálmholti í Eyjafirði, sonur hjónanna Kjartans Ólafssonar bónda og Þuríðar Jónsdóttur húsmóður.

Jón lauk gagnfræðaprófi frá Laugaskóla 1954, og stundaði nám við Kennaraskóla Íslands 1955-1957. Hann lauk verkstjóraprófi 1977, og stundaði einnig nám við Námsflokka Reykjavíkur og Félagsmálaskóla alþýðu.

Jón var barnakennari frá 1955 til 1957, og vann ýmis störf samhliða ritstörfum á árunum 1957-1979. Hann var starfsmaður Félagsmálastofnunar Reykjavíkur 1979-1989. Hann var formaður Leigjendasamtakanna 1978 til 1985 og frá 1989 til 2001, og starfsmaður um tíma. Jón sat í stjórn Rithöfundafélags Íslands frá 1962 til 1963 og 1971-1973, og í stjórn Ásatrúarfélagsins 1970-1988.

Eftir Jón liggja fjölmörg ritverk, bæði ljóð, skáldsögur og ævisögur auk fjölmargra blaða- og tímaritagreina. Fyrsta bókin sem út kom eftir hann var ljóðabókin Ókomnir dagar, árið 1958, en samtals gaf hann út rúmlega 20 bækur.

Jón giftist Ingibjörgu Gunnþórsdóttur, en þau skildu. Þau eignuðust tvö börn, en auk þess eignaðist Jón eitt barn með Steinunni Ósk Magnúsdóttur.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.