FISKIÐJAN Skagfirðingur og Skagstrendingur voru formlega sameinuð um áramótin. Stjórnir félaganna undirrituðu samrunaáætlun hinn 23. desember á síðasta ári, þegar FISK keypti Skagstrending af Brimi. Sameinað félag fær nýtt nafn, FISK-Seafood hf. Jón E.
FISKIÐJAN Skagfirðingur og Skagstrendingur voru formlega sameinuð um áramótin. Stjórnir félaganna undirrituðu samrunaáætlun hinn 23. desember á síðasta ári, þegar FISK keypti Skagstrending af Brimi. Sameinað félag fær nýtt nafn, FISK-Seafood hf.

Jón E. Friðriksson, framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar Skagfirðings, segir að á því ári frá því að fyrirtækið keypti Skagstrending hafi fyrirtækin starfað náið saman og náð góðum árangri. Markmið um aukna hagkvæmni hafi gengið eftir, enda liggi þessi tvö atvinnusvæði saman. Með samruna ætti að nást enn betri árangur í rekstri enda auðveldi samruninn framkvæmd á ýmsum málum. Eins sé ljóst að sameinað félag er tilbúið að takast á við ný verkefni og þær sífelldu breytingar sem eiga sér stað í íslenskum sjávarútvegi.

Höfuðstöðvar FISK-Seafood verða á Sauðárkróki en Jón segir að starfsemi félagsins á Skagaströnd verði með sama hætti og áður.