Greinar fimmtudaginn 6. janúar 2005

Fréttir

6. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 304 orð | 1 mynd | ókeypis

150 milljónir til sýningar á landnámsminjum

Áætlaður kostnaður við að koma upp sýningu um landnámsminjar í kjallara nýs hótels á horni Aðalstrætis og Túngötu í Reykjavík er um 150 milljónir króna. Í greinargerð, sem lögð var fyrir borgarráð 30. desember sl. Meira
6. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 173 orð | 1 mynd | ókeypis

2/3 hlutar olíuverðs eru fastir kostnaðarliðir

HJÖRLEIFUR Jakobsson, forstjóri Olíufélagsins ehf., segir að fleiri þættir hafi áhrif á útsöluverð eldsneytis á Íslandi en eingöngu heimsmarkaðsverð. "Í stórum dráttum má segja að u.þ.b. Meira
6. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 125 orð | 1 mynd | ókeypis

Afnot af menningarsal | Menningarnefnd Sveitarfélagsins...

Afnot af menningarsal | Menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar hefur lýst sig fylgjandi því að gengið verði til samninga við Lista- og menningarverstöðina Hólmaröst á Stokkseyri um föst afnot sveitarfélagsins og stofnana þess af menningarsal hússins. Meira
6. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 340 orð | 1 mynd | ókeypis

Almennt raforkuverð hækkar um 3,89%

STJÓRN Orkuveitu Reykjavíkur hefur ákveðið að hækka almennt raforkuverð um 3,89% og taka breytingarnar gildi 1. febrúar nk. Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður OR, og Guðmundur Þóroddsson, forstjóri OR, kynntu breytingarnar á blaðamannafundi í gær. Meira
6. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 355 orð | ókeypis

Athugasemdum Skipulagsstofnunar enn ósvarað

SKIPULAGSSTOFNUN hefur vísað breytingartillögu á aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar vegna Hrólfsskálamels aftur til sveitarfélagsins og óskað eftir frekari skýringum og umfjöllun á athugsemdum sem stofnunin hefur þegar gert við tillöguna. Meira
6. janúar 2005 | Minn staður | 177 orð | 1 mynd | ókeypis

Álfabrennur víða í kvöld

ÁLFAR og huldufólk munu væntanlega koma við sögu víða um höfuðborgarsvæðið í kvöld þegar þrettándaskemmtanir fara fram með tilheyrandi álfabrennum og skemmtidagskrá. Jólin verða t.d. Meira
6. janúar 2005 | Erlendar fréttir | 158 orð | 1 mynd | ókeypis

Á reki um hafið í átta daga

ALLAH sjálfur veitti Rizal Shahputra styrk til að lifa af hörmungarnar í S-Asíu en Shahputra fannst á mánudag og hafði hann þá rekið um hafið í alls átta daga á tré sem rifnaði upp með rótum þegar flóðbylgja gekk yfir Aceh-hérað í Indónesíu. Meira
6. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 73 orð | ókeypis

Baðstofukvöld

Baðstofukvöld Hrunamanna verða endurvakin á morgun, föstudag. Feðginin Ólafur B. Ólafsson tónlistarmaður og Ingibjörg Aldís sópransöngkona halda tónleika í Félagsheimili Hrunamanna á Flúðum kl. 21. Meira
6. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 437 orð | ókeypis

Baugur greiði 464 milljónir

BAUGI Group hf. hefur verið gert að greiða 464 milljónir króna vegna endurálagningar ríkisskattstjóra vegna tekjuáranna 1998-2002. Meira
6. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 121 orð | ókeypis

Bóksala stúdenta lægst

BÓKSALA stúdenta reyndist oftast með lægsta verðið í könnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í gær á verði námsbóka fyrir framhaldsskóla og orðabóka. Meira
6. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 90 orð | ókeypis

Brenndist í andliti vegna flugelda

FJÓRTÁN ára piltur brenndist talsvert í andliti er heimatilbúin sprengja sprakk framan í hann í Grafarvogi síðdegis í gær. Hann komst af sjálfsdáðum á heilsugæslustöðina í Spönginni og var svo fluttur á brunadeild Landspítalans. Meira
6. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd | ókeypis

Brimrót við Dyrhólaey

MANNHÆÐARHÁAR öldur voru í brimrótinu við Dyrhólaey þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti þar leið um síðdegis í gær. Meira
6. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 253 orð | 1 mynd | ókeypis

Brusselfari | Árni Þór Sigurðsson, R-lista,...

Brusselfari | Árni Þór Sigurðsson, R-lista, fór til Brussel að morgni þriðjudags til starfa í íslenska sendiráðinu næstu sex mánuði. Stefán Jón Hafstein gegnir á meðan embætti forseta borgarstjórnar og stjórnaði fundi í fyrradag. Meira
6. janúar 2005 | Erlendar fréttir | 165 orð | ókeypis

Dauðsfall í Víetnam rakið til fuglaflensu

NÍU ára drengur í Víetnam lést á þriðjudag úr fuglaflensu að því er talið er. Alls hefur fuglaflensa dregið 21 mann til dauða þar í landi, að því er víetnamskur læknir skýrði frá í gær. Meira
6. janúar 2005 | Minn staður | 292 orð | ókeypis

Deilt um afslátt strætisvagna

AFSLÁTTUR sem strætisvagnar fá af þungaskatti er til kominn vegna þess að vagnarnir aka samkvæmt leiðakerfi og ekki nema takmarkað á stofnbrautum, en þeim mun meira á götum í eigu sveitarfélagana, að mati Ásgeirs Einarssonar, framkvæmdastjóra Strætó bs. Meira
6. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 90 orð | ókeypis

Fagnaðarfundir

Jakob Sigurjónsson kom úr messu í Bólstaðarhlíð snjóugur upp að hnjám. Það rifjaðist upp að Einar Kolbeinsson hefði komist í náð hjá almættinu fyrir að moka að kirkjunni: Ekki kanntu á sköflum skil, skafið var í hlöðin. Meira
6. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 240 orð | 1 mynd | ókeypis

Fasteignagjöld verða lækkuð á Seltjarnarnesi

MEIRIHLUTI Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Seltjarnarness hyggst leggja fram tillögu um lækkun fasteignagjalda árið 2005 á Seltjarnarnesi á fundi bæjarstjórnar síðar í mánuðinum. Meira
6. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd | ókeypis

Fjórar milljónir söfnuðust á vef Íslandsbanka

Í KJÖLFAR hörmunganna í Asíu var stofnaður söfnunarreikningur í Íslandsbanka fyrir hjálparstarf Rauða kross Íslands. Forsíða vefjar Íslandsbanka, www.isb. Meira
6. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 112 orð | ókeypis

Fjögur hylki eftir í maganum

MAÐURINN, sem var skorinn upp í lok desember vegna þess að fíkniefnahylki voru föst í maga hans, reyndist við nánari skoðun vera með enn fleiri hylki innvortis. Maðurinn var handtekinn á Keflavíkurflugvelli sunnudaginn 19. Meira
6. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 84 orð | 1 mynd | ókeypis

Fjölmargir fá styrki

Sparisjóður Húnaþings og Stranda veitti nýlega nokkra styrki til hinna ýmsu málefna. Skólabúðirnar á Reykjum hlutu styrki til að endurnýja "bátaflota" sinn en einnig voru veittir fjölmargir styrkir til annarra félaga í héraðinu. Meira
6. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd | ókeypis

Fyrsti hópur félagsliða útskrifaður

FIMMTÍU félagskonur í Eflingu-stéttarfélagi hafa útskrifast með félagsliðaréttindi, en þetta er fyrsti stóri hópur félagsliða sem er útskrifaður. Meira
6. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 72 orð | ókeypis

Gengishagnaður um 2,5 milljarðar

ÁÆTLAÐUR hagnaður Orkuveitu Reykjavíkur á síðasta ári, fyrir afskriftir og fjármagnskostnað, er um 4,8 milljarðar króna. Guðmundur Þóroddsson, forstjóri OR, upplýsti þetta á blaðamannafundi í gær. Meira
6. janúar 2005 | Erlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd | ókeypis

Hefur aldrei séð annað eins

COLIN Powell, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, heimsótti Banda Aceh í Aceh-héraði í Indónesíu í gær en þar ollu hamfarirnar hvað mestum hörmungum, enda Aceh næst upptökum jarðskjálftans sem olli flóðbylgjunum. Meira
6. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 418 orð | 1 mynd | ókeypis

Hefur verið skortur á svona námi

SKÓLASETNING í nýju verslunarfagnámi fór fram í Verzlunarskóla Íslands í gærmorgun, og hefja 20 nemendur þriggja anna nám í faginu á vorönn. Meira
6. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 590 orð | 1 mynd | ókeypis

Hugleiða málsókn gegn Impregilo

Innan verkalýðshreyfingarinnar er til skoðunar að höfða mál fyrir félagsdómi gegn ítalska verktakafyrirtækinu Impregilo vegna brota á íslenskum kjarasamningum, að sögn Halldórs Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóra ASÍ. Meira
6. janúar 2005 | Erlendar fréttir | 358 orð | ókeypis

Hugleiðingar hinna trúuðu

UM hörmungarnar í Asíu og afstöðu trúaðs fólks til þeirra hefur verið fjallað í mörgum fjölmiðlum, meðal annars í BBC . Meira
6. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 915 orð | 1 mynd | ókeypis

Hægt að snúa neikvæðum atburðum upp í andhverfu sína

Dr. Kathleen Brooks hefur undanfarin 25 ár unnið við að aðstoða fólk sem hefur orðið fyrir hvers konar ofbeldi í æsku, þ.e. kynferðislegu, andlegu eða líkamlegu ofbeldi. Hún fræddi Jón Pétur Jónsson um starf sitt og sjálfshjálparnámskeið sem hún heldur um helgina. Meira
6. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 231 orð | ókeypis

Hækkanirnar taka ávinninginn frá almenningi

ASÍ segir að áhrif hækkunar á gjaldskrám opinberrar þjónustu hjá ríki og sveitarfélögum séu þau að verðbólga verði áfram mun hærri en gengið var út frá við gerð kjarasamninga í fyrra. Meira
6. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 205 orð | ókeypis

Impregilo áformar að fá 250 Kínverja til starfa

IMPREGILO hefur áform um að fá allt að 250 kínverska verkamenn til starfa við byggingu Kárahnjúkavirkjunar, að sögn Gissurar Péturssonar, forstjóra Vinnumálastofnunar. Þegar hafa borist umsóknir um 130 atvinnuleyfi. Meira
6. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 258 orð | ókeypis

Impregilo vísar ásökunum ASÍ á bug

ÍTALSKA verktakafyrirtækið Impregilo segir ásakanir Alþýðusambands Íslands (ASÍ) undanfarna daga um brot á samningum um kaup og kjör á virkjunarsvæðinu við Kárahnjúka ekki eiga sér neina stoð í raunveruleikanum. Meira
6. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 150 orð | ókeypis

Ísfirðingum leyft að snúa heim á ný

ALMANNAVARNANEFND Ísafjarðarbæjar aflétti í gær fjögurra daga rýmingu í umdæmi nefndarinnar og fengu því 43 íbúar að snúa til síns heima. Meira
6. janúar 2005 | Erlendar fréttir | 696 orð | 1 mynd | ókeypis

Íslam fyllir skarð Marx í Evrópu

Bandarískur dálkahöfundur segir uppgang íslams í Evrópu um margt minna á hvernig yngra fólk í álfunni tók marxismanum fagnandi á árum áður. Meira
6. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 139 orð | ókeypis

Jafnréttisuppeldi drengja | Karlmennska og jafnréttisuppeldi...

Jafnréttisuppeldi drengja | Karlmennska og jafnréttisuppeldi heitir ný bók eftir Ingólf Ásgeir Jóhannesson, prófessor við Háskólann á Akureyri. Meira
6. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 467 orð | ókeypis

Kostnaður vegna nýrra höfuðstöðva OR um 4,2 milljarðar

HEILDARKOSTNAÐUR vegna byggingar nýrra höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi er 4,2 milljarðar króna. Þetta var upplýst á blaðamannafundi Alfreðs Þorsteinssonar, stjórnarformanns OR, og Guðmundar Þóroddssonar, forstjóra OR, í gær. Meira
6. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 751 orð | 1 mynd | ókeypis

Kókaín er hversdagslegt

Framkvæmda- og rekstrarstjórar skemmtistaða í miðborg Reykjavíkur höfðu allir sömu sögu að segja þegar blaðamaður ræddi við þá í gær: Neysla á hörðum fíkniefnum í tengslum við skemmtanalíf hefur stóraukist og neyslan er algengari og útbreiddari en nokkru... Meira
6. janúar 2005 | Minn staður | 122 orð | 1 mynd | ókeypis

Kristján Uni valinn

Ólafsfjörður | Kristján Uni Óskarsson, skíðakappi, var kjörinn Íþróttamaður ársins 2004 í Ólafsfirði. Fór kjörið fram í húsnæði Ungmennafélags Ólafsfjarðar (ÚÍÓ) að viðstöddu fjölmenni. Nokkur félög tilnefndu íþróttamenn ársins hvert í sínu félagi. Meira
6. janúar 2005 | Minn staður | 716 orð | 1 mynd | ókeypis

Landsvirkjun var upplýst um hlutfall launa

Kárahnjúkavirkjun | Því hefur verið haldið fram af ýmsum aðilum að tilboð ítalska verktakafyrirtækisins Impregilo S.p.A. í stíflu og gangagerð Kárahnjúkavirkjunar byggist fyrst og fremst á að nota ódýran vinnukraft. Meira
6. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 56 orð | ókeypis

Leiðrétt

Nafn féll niður Í frétt um útkomu Múlaþings féll niður nafn annars af ritstjórum ritsins. Nafn hans er Jóhann G. Gunnarsson. Er beðist velvirðingar á þessu. Meira
6. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 73 orð | ókeypis

Náði áfanga að stórmeistaratitli

STEFÁN Kristjánsson, Taflfélaginu Helli, tryggði sér fyrsta áfanga að stórmeistaratitli þegar hann gerði jafntefli við ísraelska stórmeistarann Victor Mikhalevski (2566) í lokaumferð alþjóðlegs móts í Drammen í Noregi í gær. Meira
6. janúar 2005 | Erlendar fréttir | 379 orð | ókeypis

Neyðarhjálpin nálgast nú 250 milljarða kr.

"Greinilegt er að heimsbyggðin sýnir nú meiri samstöðu en nokkru sinni fyrr," sagði Jan Egeland, sem samhæfir hjálparstarf Sameinuðu þjóðanna. Meira
6. janúar 2005 | Erlendar fréttir | 172 orð | 1 mynd | ókeypis

Óttast að steinaldarfólkið deyi út

MANNFRÆÐINGAR óttast að einn af elstu ættbálkum heims, Onge-fólkið, deyi út vegna náttúruhamfaranna við Indlandshaf. Onge-fólkið er á meðal sex frumstæðra ættbálka sem hafa lifað á Andaman- og Nicobar-eyjaklasanum í þúsundir ára. Meira
6. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 97 orð | 1 mynd | ókeypis

Pikkfastur í snjóskafli

Akureyri | Menn beita ýmsum aðferðum við að losa ökutæki úr snjósköflum. Þessi ungi ökumaður sem ók forláta Benz tók beygjuna á Hlíðarfjallsvegi að Síðubraut ofan við Akureyri heldur snemma og lenti í skafli og pikkfesti bílinn. Meira
6. janúar 2005 | Erlendar fréttir | 134 orð | 1 mynd | ókeypis

Pinochet í stofufangelsi

Hæstire´ttur Chile hefur staðfest ákæru á hendur Augusto Pinochet, fyrrum einræðisherra landsins. Í samræmi við ákvörðun réttarins var Pinochet hnepptur í stofufangelsi í gær. Meira
6. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 373 orð | ókeypis

"Eins og risabor færi hér í gang"

TVEIR snarpir jarðskjálftar sem áttu upptök sín um 20 km austsuðaustur af Grímsey gerðu Grímseyingum bilt við síðdegis í gær en engar tilkynningar bárust um tjón af völdum þeirra. Sá fyrri kom klukkan 15:45 og mældist um 4 á Richterkvarða. Meira
6. janúar 2005 | Erlendar fréttir | 490 orð | 1 mynd | ókeypis

"Hvernig gat guð látið þetta gerast?"

Hamfarirnar í Asíu hafa vakið spurningar um guðlega forsjón og jafnvel um tilvist æðri máttarvalda. Sumir líta á hörmungarnar sem refsingu fyrir syndir mannanna. Meira
6. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 434 orð | 2 myndir | ókeypis

"Vonandi ákveðin vatnaskil í málinu"

"VIÐ getum ekki gert annað en tekið þessu bara vel," segir Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri Seltjarnarness, um þá ákvörðun Skipulagsstofnunar að óska eftir frekari upplýsingum varðandi fyrirhugaðar breytingar á aðalskipulagi Seltjarnarness. Meira
6. janúar 2005 | Minn staður | 75 orð | ókeypis

Samið um heilsugæslustöð í Firði

Hafnarfjörður | Ný heilsugæslustöð verður opnuð á 3. og 4. hæð í norðurturni verslunarmiðstöðvarinnar Fjarðar í Hafnarfirði í ágúst nk. ef áætlanir ganga eftir. Meira
6. janúar 2005 | Erlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd | ókeypis

Sáradrep helsta vandamálið

ÁSTRALSKUR læknir hlynnir að stúlku sem hermt er að hafi fengið alvarleg brunasár í eldsvoða eftir náttúruhamfarirnar í Aceh-héraði í Indónesíu. Meira
6. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 471 orð | ókeypis

Segjast hafa lækkað umfram heimsmarkaðsverð

Stjórnendur Olís gera athugasemd við frétt í Morgunblaðinu 4. janúar síðastliðinn og leiðara sem birtist daginn eftir, en þar var fjallað um bensínverð. "Þann 4. janúar birti Morgunblaðið frétt um þróun bensínverðs hér á landi og erlendis. Meira
6. janúar 2005 | Minn staður | 146 orð | ókeypis

Sekt og svipting ökuleyfis

KARLMAÐUR á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands eystra til að greiða 260 þúsund kr. í sekt til ríkissjóðs og ennfremur var hann sviptur ökurétti í tvö og hálft ár. Meira
6. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 207 orð | 1 mynd | ókeypis

Skarfur kemur í kaupfélagið

Þessi ólánssami og fremur horaði skarfur kom röltandi inn í Kaupfélag Héraðsbúa um hádegisbil í gær. Svo virðist sem hann hafi komið af Lagarfljótinu og sást fyrst til hans á krossgötunum við þjóðveg 1 og Egilsstaði. Meira
6. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 468 orð | 1 mynd | ókeypis

Styrkir samgöngur milli byggðakjarna

MAT á umhverfisáhrifum Norðausturvegar um Hólaheiði og Hófaskarð verður kynnt á þremur fundum á Norðausturlandi á morgun, laugardaginn 8. janúar. Meira
6. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 223 orð | ókeypis

Takmarkar verksvið nefndarinnar

SAMFYLKINGIN er ósátt við skipunarbréf nýrrar stjórnarskrárnefndar sem takmarkar verksvið nefndarinnar umfram það sem ástæða var til að ætla í byrjun. Í skipunarbréfinu kemur m.a. fram að endurskoðunin verði einkum bundin við I., II. og V. Meira
6. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 217 orð | 1 mynd | ókeypis

Telja ekki tímabært að sameinast

Grundarfjörður | Bæjarstjórn Grundarfjarðar telur ekki tímabært að ganga til kosninga um sameiningu sveitarfélaganna á Snæfellsnesi. Meira
6. janúar 2005 | Erlendar fréttir | 192 orð | 1 mynd | ókeypis

Tugir manna biðu bana í hrinu árása í Írak

AÐ minnsta kosti fjörutíu og átta manns biðu bana í ofbeldisaðgerðum í Írak síðasta sólarhringinn, að því er talsmenn innanríkisráðuneytisins greindu frá í gær. Meira
6. janúar 2005 | Minn staður | 316 orð | ókeypis

Um 400 nýir viðskiptavinir

UM 400 nýir viðskiptavinir bættust í viðskiptamannahóp hitaveitu Norðurorku á síðasta ári en á bak við þá standa á annað þúsund manns. Hitaveitan hefur stækkað mun meira en raf- og vatnsveita fyrirtækisins. Meira
6. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 44 orð | 1 mynd | ókeypis

Útför Guðlaugs Bergmanns

FJÖLMENNI var við útför Guðlaugs Bergmanns sem gerð var frá Hallgrímskirkju síðdegis í gær. Sr. Pálmi Matthíasson, sóknarprestur í Bústaðakirkju, jarðsöng. Meira
6. janúar 2005 | Minn staður | 67 orð | 1 mynd | ókeypis

Úti að leika í snjónum

Mikið vetrarríki er nú norðan heiða, snjó hefur kyngt niður síðustu daga og heldur meira af honum á Akureyri en uppi í Hlíðarfjalli, þar sem mörgum finnst hann eigi frekar heima. Meira
6. janúar 2005 | Erlendar fréttir | 489 orð | ókeypis

Var aldrei lagður inn á sjúkrahús

SÆNSKA lögreglan segist ekki lengur telja að Kristian Walker, tólf ára sænskum dreng, hafi verið rænt af sjúkrahúsi á Taílandi daginn eftir náttúruhamfarirnar 26. desember sl. Meira
6. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 265 orð | 1 mynd | ókeypis

Verður framlag þjóðarinnar til hjálparstarfsins

FERN íslensk mannúðarsamtök, ásamt fjölmiðlum og fyrirtækjum, munu standa sameiginlega að einni umfangsmestu landssöfnun til hjálparstarfs sem haldið hefur verið út í hér á landi dagana 14. og 15. janúar vegna hörmunganna í Asíu. Meira
6. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 41 orð | ókeypis

Verkfærum stolið

TVEIMUR höggbrotvélum, einni höggborvél og fræsara var stolið í fyrrinótt úr nýbyggingu sem verið er að reisa við Katrínarlind í Reykjavík. Tilkynnt var um þjófnaðinn til lögreglu klukkan hálftíu í gærmorgun. Meira
6. janúar 2005 | Minn staður | 56 orð | 1 mynd | ókeypis

Vetrarveður á SV-horninu

Reykjavík | Það er sannkölluð vetrarfærð í höfuðborginni þessa dagana og hefur gengið á með snjóhryðjum undanfarna daga. Meira
6. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 154 orð | ókeypis

Við blasti 2001 í stað 2004

ÍBÚUM Hvolsvallar brá í brún þegar þeir litu á Hvolsfjall að morgni gamlársdags því á upplýstu ártali, sem er efst á brún fjallsins, blasti við ártalið 2001 í stað 2004. Meira
6. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd | ókeypis

Vikulegar ferðir til Lanzarote í sumar

Ferðaskrifstofan Sumarferðir ætlar að bjóða Íslendingum upp á ferðir í beinu leiguflugi til eyjarinnar Lanzarote í sumar. Eyjan tilheyrir Spáni og er sú eyja í Kanaríeyja-klasanum sem liggur næst Afríku. Meira
6. janúar 2005 | Minn staður | 91 orð | ókeypis

Þrettándagleði | Hin árlega þrettándagleði Íþróttafélagsins...

Þrettándagleði | Hin árlega þrettándagleði Íþróttafélagsins Þórs fer fram á svæði félagsins við Hamar í kvöld og hefst kl. 19. Að venju verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá, þar sem m.a. Birgitta Haukdal stígur á svið og tekur lagið með börnunum. Meira

Ritstjórnargreinar

6. janúar 2005 | Leiðarar | 352 orð | ókeypis

Af hverju hækkun en ekki lækkun?

Í Morgunblaðinu í fyrradag var frá því skýrt, að áætlaður hagnaður Orkuveitu Reykjavíkur á síðasta ári fyrir afskriftir og fjármagnskostnað væri tæpir 5 milljarðar króna. Það er há fjárhæð. Meira
6. janúar 2005 | Leiðarar | 556 orð | ókeypis

Fíkniefnaflóðið

Framboð á eiturlyfjum virðist vera meira um þessar mundir en nokkru sinni fyrr af því að dæma, sem kemur fram í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag um notkun fíkniefna á skemmtistöðum í Reykjavík. Meira
6. janúar 2005 | Leiðarar | 306 orð | 1 mynd | ókeypis

Hommar í Palestínu

Friðjón R. Friðjónsson fjallar um ofsóknir gegn samkynhneigðum í Palestínu á vef Sambands ungra sjálfstæðismanna. Meira

Menning

6. janúar 2005 | Kvikmyndir | 275 orð | 1 mynd | ókeypis

Áttavilltar teiknimyndapersónur

Teiknimynd. Leikstjórar: Leward Fritz Krawinkel og Holge Tappe. Íslensk raddsetning: Steinn Ármann Magnússon, Hjálmar Hjálmarsson, Arnbjörg Valsdóttir, Örn Arnarson, Sigurður Sigurjónsson, ofl. 91 mín. Þýskaland/Bretland/Spánn. 2004. Meira
6. janúar 2005 | Kvikmyndir | 142 orð | 1 mynd | ókeypis

Bosworth tekin fram yfir Beyoncé

KATE Bosworth var tekin fram yfir Beyoncé og hreppti hið eftirsótta hlutverk blaðakonunnar Lois Lane í nýju myndinni um Ofurmennið - Superman Returns . Meira
6. janúar 2005 | Tónlist | 753 orð | 1 mynd | ókeypis

Draumur sem rættist

Tvíburar eru tveir talsins, eðli málsins samkvæmt. Natalie og Nicole Albino, sem kalla sig Nina Sky, eru tvær, en aðeins gafst færi á að slá á þráðinn til annarrar þeirra, Nicole, til að spjalla um yfirvofandi Íslandsför. Meira
6. janúar 2005 | Menningarlíf | 105 orð | 1 mynd | ókeypis

Einfalt líf

SÖNGVARINN Lionel Ritchie hefur fært heiminum fleira en ljúfar ballöður á borð við "Hello" og "Three Times a Lady". Meira
6. janúar 2005 | Tónlist | 96 orð | 1 mynd | ókeypis

Eitt metnaðarfyllsta verk Methenys

GÍTARLEIKARINN Pat Metheny gefur út nýja plötu í næstu viku sem ber heitið The Way Up. Inniheldur hún eitt 68 mínútna langt verk eftir Metheny og hljómborðsleikarann Lyle Mays. Meira
6. janúar 2005 | Menningarlíf | 170 orð | 1 mynd | ókeypis

Fólk folk@mbl.is

Kjörin hefur verið ný stjórn Félags kvikmyndagerðarmanna á fundi sem var haldinn þriðjudaginn 28. Meira
6. janúar 2005 | Menningarlíf | 381 orð | 3 myndir | ókeypis

Fólk folk@mbl.is

Britney Spears hringdi óvænt í útvarpsstöðina Kiss-FM í Los Angeles á fimmtudaginn var og bað um að fá að komast í loftið. Þar sagðist hún vera hætt við að draga sig í hlé og helga líf sitt fjölskyldunni og tilkynnti að nýtt lag væri væntanlegt. Meira
6. janúar 2005 | Kvikmyndir | 192 orð | ókeypis

Glötuðu auðæfin hans Gabríels

Teiknimynd. Leikstjóri: Stein Bergqvist. Leikstjóri ísl. talsetningar: Jakob Þór Einarsson. Aðalraddir: Jón Ingi Hákonarson, Bjartmar Þórðarson, Pétur Örn Guðmundsson, Sigurður Sigurjónsson, Örn Arnarson, Björgvin Franz Gíslason, ofl. 75 mín. Noregur. 2003. Meira
6. janúar 2005 | Kvikmyndir | 358 orð | 2 myndir | ókeypis

Hanks í hávegum hafður

TOM Hanks hefur endurheimt sess sinn sem eftirlætiskvikmyndastjarna landa sinna Bandaríkjamanna. Þetta eru niðurstöður árlegrar könnunar sem The Harris Poll stendur fyrir meðal fullorðinna bíógesta. Meira
6. janúar 2005 | Menningarlíf | 329 orð | 1 mynd | ókeypis

Illkynja afþreying

ÞEGAR veruleikasjónvarp er annars vegar/(hugar) þá má allt. Ekkert þykir óboðlegt eða fara yfir strikið - hvar svo sem þetta strik er nú niður komið. Nýjasti veruleikaþátturinn hefur farið fyrir brjóstið á mörgum; þátturinn Who's Your Daddy? Meira
6. janúar 2005 | Menningarlíf | 189 orð | 1 mynd | ókeypis

Jude Law genginn út ... aftur

LEIKARINN Jude Law, sem People tímaritið valdi fegursta karlmann í heimi á dögunum, hefur opinberað trúlofun sína og unnustunnar Sienna Miller. Law bað hennar á jóladag og gaf henni demantshring af dýrari gerðinni. Meira
6. janúar 2005 | Menningarlíf | 1045 orð | 3 myndir | ókeypis

Kraftaverkahátíð fyrir alla fjölskylduna

Drög að dagskrá Vetrarhátíðar í Reykjavík liggja nú fyrir, en hátíðin verður haldin í borginni dagana 17.-20. febrúar næstkomandi. Meira
6. janúar 2005 | Menningarlíf | 254 orð | 1 mynd | ókeypis

Schumacher gaf 630 milljónir

FRÆGA fólkið keppist nú við að styrkja fórnarlömb flóðanna í Suðaustur-Asíu. Sumt hefur það gefið háar fjárhæðir til hjálparstarfsins; formúluökumaðurinn Michael Schumacher sennilega þá stærstu. Meira
6. janúar 2005 | Bókmenntir | 853 orð | 1 mynd | ókeypis

Staða þýðandans

Tímarit þýðenda. 172 bls. Nr. 8-30. Útg. Ormstunga. September 2004. Meira
6. janúar 2005 | Menningarlíf | 592 orð | 1 mynd | ókeypis

Um öxl og beint áfram

Nú þegar árið 2004 er nýliðið líta margir um öxl í tískuheiminum eins og annars staðar og velta fyrir sér því sem vel var gert á árinu. Joan Burstein, eigandi Browns, er ein þeirra en hún svaraði nokkrum spurningum í viðtali við vef breska Vogue . Meira

Umræðan

6. janúar 2005 | Aðsent efni | 723 orð | 1 mynd | ókeypis

Að heiman en ekki heim aftur

Magnús Kristinsson fjallar um samgöngur til og frá Vestmannaeyjum: "...Herjólfur er þjóðbraut fólks og fyrirtækja í Vestmannaeyjum og ein ferð á dag, frá mánudegi til miðvikudags, jafngildir því að sú leið sé lokuð stærstan hluta sólarhringsins." Meira
6. janúar 2005 | Bréf til blaðsins | 444 orð | ókeypis

Gamli Rauður og náttúruhamfarir

Frá Sveini Hallgrímssyni: UM MÁNAÐAMÓTIN nóvember - desember 1949 gerði mikið skot á vestanverðu landinu. Það skall á með blindbyl. Meira
6. janúar 2005 | Aðsent efni | 527 orð | 1 mynd | ókeypis

Gettu betur, dómsmálaráðherra

Hjörtur Hjartarson svarar dómsmálaráðherra: "Það er ekki hægt að leggja nafn lands síns við aðgerðir sem kosta tugþúsundir saklausra lífið og segja svo bara: Gleymum því; höldum áfram eins og ekkert hafi í skorist." Meira
6. janúar 2005 | Aðsent efni | 221 orð | ókeypis

Ríkar ástæður til að leiðrétta misskilninginn

Á nýliðnu ári hóf hópur áhugafólks sérstaka fjársöfnun til að koma á framfæri þeirri staðreynd að tveir ráðherrar í ríkisstjórn Íslands hefðu ákveðið að lýsa yfir stuðningi við innrásina í Írak í mars 2003, þvert á afstöðu yfirgnæfandi meirihluta... Meira
6. janúar 2005 | Bréf til blaðsins | 302 orð | ókeypis

Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Hringvegur 1 frátekinn ÉG verð að beina því til þingmanna að nauðsynlegra er að setja ferðatakmarkanir á flutningavagna en auglýsingar um sykur. Þannig er að það er orðið stórhættulegt að ferðast á milli staða á hringveginum. Meira

Minningar- og afmælisgreinar

6. janúar 2005 | Minningargreinar | 2175 orð | 1 mynd | ókeypis

BRYNJÓLFUR SÆMUNDSSON

Brynjólfur Sæmundsson fæddist á Kletti í Gufudalssveit í Austur- Barðastrandarsýslu 13. janúar 1934. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Hólmavík 23. desember síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
6. janúar 2005 | Minningargreinar | 791 orð | 1 mynd | ókeypis

EINAR RÚNAR STEFÁNSSON

Einar Rúnar Stefánsson vélfræðingur fæddist í Reykjavík 2. ágúst 1952. Hann lést í Sunnuhlíð 30. desember síðastliðinn. Foreldrar hans eru Stefán Einarsson járnsmíðameistari, d. 16. sept. 1984, og Hildur Benediktsdóttir ljósmóðir. Meira  Kaupa minningabók
6. janúar 2005 | Minningargreinar | 2398 orð | 1 mynd | ókeypis

GUÐBJÖRG EINARSDÓTTIR

Guðbjörg Einarsdóttir fæddist á Kárastöðum í Þingvallasveit 20. mars 1928. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu í Reykjavík á aðfangadag jóla. Foreldrar hennar voru Einar Halldórsson bóndi og hreppstjóri á Kárastöðum, f. 18. nóv. 1883, d. 19. des. Meira  Kaupa minningabók
6. janúar 2005 | Minningargreinar | 3940 orð | 1 mynd | ókeypis

GUÐLAUG EINARSDÓTTIR

Guðlaug Einarsdóttir fæddist á Hvanneyri 3. maí 1918. Hún andaðist á dvalarheimilinu Eir aðfaranótt 20. desember síðastliðins. Foreldrar hennar voru Lísbet Guðbjörg Kristjánsdóttir, f. 12 janúar 1887, d. 1. Meira  Kaupa minningabók
6. janúar 2005 | Minningargreinar | 28 orð | ókeypis

Kristbjörg Lukka Jónsdóttir

Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Góði guð viltu láta ömmu mína lifna við, amen. Amelía... Meira  Kaupa minningabók
6. janúar 2005 | Minningargreinar | 550 orð | 1 mynd | ókeypis

KRISTBJÖRG LUKKA JÓNSDÓTTIR

Kristbjörg Lukka Jónsdóttir fæddist í Hólalandshjáleigu í Borgarfirði eystra 8. mars 1925. Hún lést í Neskaupstað 26. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðný Þórólfsdóttir, f. 26. júlí 1889, d. 1979, og Jón Ísleifsson, f. 7. júlí 1893, d.... Meira  Kaupa minningabók
6. janúar 2005 | Minningargreinar | 1506 orð | 1 mynd | ókeypis

MAGNÚS BLÖNDAL JÓHANNSSON

Magnús Blöndal Jóhannsson fæddist á Skálum á Langanesi 8. september 1925. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi að kvöldi 1. janúar síðastliðins. Foreldrar hans voru Jóhann Metúsalem Kristjánsson kaupmaður og Þorgerður Magnúsdóttir húsmóðir. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

6. janúar 2005 | Daglegt líf | 347 orð | 1 mynd | ókeypis

Ávaxtasafar og morgunkorn

Helgartilboð stórmarkaðanna endurspegla tímann núna eftir jólin þegar fólk er gjarnan að borða léttan mat eins og kjúkling, gróft morgunkorn, ávaxtasafa og heilsubrauð. Meira
6. janúar 2005 | Daglegt líf | 202 orð | 1 mynd | ókeypis

Bjóða ferðir til Lignano á ný

"Við ætlum að bjóða upp á ferðir fyrir Íslendinga til Lignano á Ítalíu í sumar sem er mörgum Íslendingum að góðu kunn því ferðir þangað voru afar vinsælar fyrir um það bil aldarfjórðungi eða svo þegar vinsældir ferðanna bar hvað hæst," segir... Meira
6. janúar 2005 | Daglegt líf | 261 orð | 1 mynd | ókeypis

Bóksala stúdenta oftast með lægsta verðið

Þegar verð á sextán algengum kennslubókum í framhaldsskólum og sex orðabókum var kannað af verðlagseftirliti ASÍ í gær reyndist Bóksala stúdenta oftast með lægsta verðið. Bókabúðin Iðnú var næstoftast með lægsta verðið. Meira
6. janúar 2005 | Daglegt líf | 524 orð | 2 myndir | ókeypis

Vikulegt leiguflug til Lanzarote í sumar

SUMARFERÐIR ætla í sumar að bjóða Íslendingum upp á ferðir í beinu leiguflugi til eyjarinnar Lanzarote, sem tilheyrir Spáni og er sú eyja í Kanaríeyja-klasanum sem liggur næst Afríku. Meira

Fastir þættir

6. janúar 2005 | Dagbók | 54 orð | 1 mynd | ókeypis

Arkað áfram í kuldanum

Reykjavík | Umhleypingasamt janúarveðrið hélt áfram að stríða landsmönnum í gær og voru Reykvíkingar ekki óhultir fyrir dyntum þess. Ýmist skiptust í gær á rjómablíða, snjóþeytingar og skafrenningar. Meira
6. janúar 2005 | Dagbók | 22 orð | 1 mynd | ókeypis

Árnaðheilla dagbók@mbl.is

Brúðkaup | Gefin voru saman 3. júlí 2004 í Hafnarfjarðarkirkju af sr. Sigríði Kristínu Helgadóttur þau Bergþóra Björnsdóttir og Reynir Smári... Meira
6. janúar 2005 | Fastir þættir | 226 orð | ókeypis

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

Svíning er neyðarúrræði. Meira
6. janúar 2005 | Fastir þættir | 271 orð | ókeypis

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Hafnfirðingar unnu minningarmót Bridsfélags Reykjavíkur Milli jóla og nýárs, nánar tiltekið 30. des. sl., var spilað árlegt minningarmót um Hörð Þórðarson fyrrum formann félagsins. Meira
6. janúar 2005 | Dagbók | 479 orð | 1 mynd | ókeypis

Grundvallarmál vísindanna

Ragnar Sigurðsson er fæddur í Reykjavík árið 1954. Hann lauk BS-prófi í stærðfræði frá Háskóla Íslands 1977 og doktorsprófi í stærðfræði frá Lundarháskóla í Svíþjóð 1984. Ragnar starfaði sem sérfræðingur í stærðfræði á Orkustofnun 1983-6 og sem sérfræðingur í stærðfræði við Raunvísindastofnun HÍ frá 1986. Ragnar er kvæntur Sigríði Jenný Guðmundsdóttur félagsráðgjafa og eiga þau þrjá syni. Meira
6. janúar 2005 | Dagbók | 279 orð | 2 myndir | ókeypis

Minningartónleikar um Pétur Kristjánsson

MINNINGAR- og styrktarhljómleikar verða haldnir á Broadway í kvöld kl. 21.30, vegna fráfalls söngvarans landskunna Péturs W. Kristjánssonar sem lést 3. september síðastliðinn langt fyrir aldur fram. Meira
6. janúar 2005 | Fastir þættir | 192 orð | 1 mynd | ókeypis

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. Be2 0-0 6. Rf3 Bg4 7. Be3 Rfd7 8. Hc1 c5 9. d5 Ra6 10. h3 Bxf3 11. Bxf3 Rc7 12. 0-0 e6 13. Be2 exd5 14. exd5 f5 15. Dd2 Df6 16. f4 Hfe8 17. Hce1 Kh8 18. Bd3 b5 19. cxb5 Rb6 20. Be2 Hab8 21. Bf2 Df7 22. Meira
6. janúar 2005 | Dagbók | 159 orð | 1 mynd | ókeypis

Söngsveitin Fílharmónía leitar tenóra fyrir Carmina Burana

SÖNGSVEITIN Fílharmónía hóf æfingar að nýju í gær, en nú verður tekið til við að æfa tónverkið Carmina Burana eftir þýska tónskáldið Carl Orff. Verkið er eitt hið þekktasta eftir hann, samið árið 1937 við kvæði úr þýsku handriti frá 13. Meira
6. janúar 2005 | Dagbók | 40 orð | ókeypis

Verið gyrtir um lendar, og látið...

Verið gyrtir um lendar, og látið ljós yðar loga, og verið líkir þjónum, er bíða þess, að húsbóndi þeirra komi úr brúðkaupi og þeir geti lokið upp fyrir honum um leið og hann kemur og knýr dyra. (Lúk. 15, 35.) Meira
6. janúar 2005 | Fastir þættir | 289 orð | 1 mynd | ókeypis

Víkverji skrifar...

Víkverji hitti nokkra kollega sína á gamlársdag í þeim tilgangi að horfa á Kryddsíld Stöðvar 2 og gæða sér á léttmeti. Fólk var hið hressasta áður en þátturinn byrjaði en heldur fór að dofna yfir mannskapnum yfir lítilfjörlegum umræðum. Meira
6. janúar 2005 | Viðhorf | 833 orð | ókeypis

Þrælahald?

Það væri ekkert til að vera stoltur af að sjá til þess, t.d. með áróðri, að vestræn fyrirtæki þyrðu ekki lengur að leita til þessa fólks um vinnu og þannig héldist fólkið lengur í fátækt. Meira

Íþróttir

6. janúar 2005 | Íþróttir | 73 orð | ókeypis

Alltaf tap í Svíþjóð

HÉR má sjá listann yfir landsleikina sautján í handknattleik, sem Svíar og Íslendingar hafa leikið á sænskri grund frá því að þjóðirnar léku þar fyrst í Lundi 1950 þar til í ár, keppnisstaðir og úrslit viðureignanna - allt tapleikir: 1950 í Lundi 15:7... Meira
6. janúar 2005 | Íþróttir | 72 orð | ókeypis

Boltinn byrjar að rúlla á Akureyri

NORÐLENDINGAR hefja keppnistímabilið í knattspyrnunni fyrstir í ár þegar Norðurlandsmótið í meistaraflokki karla, Powerade-mótið, byrjar á laugardaginn kemur. Mótið fer allt fram í knattspyrnuhúsinu Boganum á Akureyri og þar taka þátt 1. Meira
6. janúar 2005 | Íþróttir | 117 orð | ókeypis

GUIF gjaldþrota?

SÆNSKA handknattleiksfélagið GUIF frá Eskilstuna hefur sagt upp samningum við alla sína leikmenn vegna mikilla fjárhagserfiðleika. Félagið skuldar á fimmta tug milljóna íslenskra króna og hefur gripið til þessa ráðs til að forðast gjaldþrot. Meira
6. janúar 2005 | Íþróttir | 302 orð | ókeypis

HANDKNATTLEIKUR Svíþjóð - Ísland 29:28 Borås,...

HANDKNATTLEIKUR Svíþjóð - Ísland 29:28 Borås, Svíþjóð, vináttulandsleikur karla, miðvikudaginn 5. janúar 2005. Meira
6. janúar 2005 | Íþróttir | 723 orð | 2 myndir | ókeypis

Hnífjöfn barátta

KÖRFUKNATTLEIKSMENN fara á fullt á nýjan leik í kvöld þegar síðari hlutinn í úrvalsdeild karla, Intersportdeildinni, hefst. Fyrri helmingurinn var jafn og spennandi og engin ástæða til að ætla annað en sá síðari verði það einnig, en nokkur lið eru talsvert breytt frá því fyrri hluta Íslandsmótsins lauk 16. desember enda margir erlendir leikmenn að leika sína fyrstu leiki með sínum liðum. Meira
6. janúar 2005 | Íþróttir | 26 orð | ókeypis

í kvöld

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Intersportdeildin: Ásvellir: Haukar - Fjölnir 19.15 Ísafjörður: KFÍ - UMFN 19.15 Keflavík: Keflavík - Tindastóll 19.15 DHL-höllin: KR - Hamar/Selfoss 19.15 Seljaskóli: ÍR - Skallagrímur 19. Meira
6. janúar 2005 | Íþróttir | 180 orð | ókeypis

Jaliesky Garcia hefur enn ekki látið vita af sér

ÉG hef reynt að ná í Jaliesky Garcia undanfarna daga á Kúbu og án árangurs fram að þessu," sagði Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands í gær, en íslenski landsliðsmaðurinn hefur ekkert látið í sér heyra frá því hann fór... Meira
6. janúar 2005 | Íþróttir | 409 orð | 1 mynd | ókeypis

* JERMAINE O'Neal skoraði 55 stig...

* JERMAINE O'Neal skoraði 55 stig fyrir Indiana Pacers í fyrrinótt þegar lið hans sigraði Milwaukee Bucks , 116:99, í NBA-deildinni í körfuknattleik. Meira
6. janúar 2005 | Íþróttir | 621 orð | 1 mynd | ókeypis

Mistökin eru hluti af leiknum

SKRAUTLEGT mark sem Roy Carroll, markvörður Manchester United, fékk á sig gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fyrrakvöld hefur enn og aftur vakið upp umræður um hvort nýta skuli tæknina til að skera úr um vafaatriði í knattspyrnunni. Meira
6. janúar 2005 | Íþróttir | 262 orð | ókeypis

Mjög erfitt að ná fullu húsi

JOSE Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir svo til ómögulegt, altént mjög erfitt, að ná fullu húsi, það er að segja að verða enskur meistari, bikarmeistari, deildabikarmeistari og sigra í Meistaradeild Evrópu, en félagið er enn með á öllum... Meira
6. janúar 2005 | Íþróttir | 294 orð | 1 mynd | ókeypis

Norsk grýla var á sveimi

FREDRIK Lindahl tryggði Svíum sigur er fimm sekúndur voru eftir í vináttulandsleik gegn Íslendingum í Borås í gær, en jafnt var á með liðunum er Svíar hófu síðustu sókn leiksins - lokatölur 29:28. Viggó Sigurðsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var samt sem áður ánægður með leik íslenska liðsins en taldi að í leiknum hefðu vandamál handknattleiksíþróttarinnar komið berlega í ljós. Meira
6. janúar 2005 | Íþróttir | 283 orð | ókeypis

Ólafur ekkert með Fylki

ÓLAFUR Stígsson, knattspyrnumaður úr Fylki, leikur ekkert með Árbæjarliðinu á komandi keppnistímabili. Meira
6. janúar 2005 | Íþróttir | 438 orð | 1 mynd | ókeypis

"Margt mjög jákvætt"

Íslenska landsliðið í handknattleik hafði yfirhöndina gegn Svíum í Borås í gær í fyrri vináttuleik liðanna allt þar til í síðustu sókn leiksins er Fredrik Lindahl skoraði sigurmarkið fimm sekúndum fyrir leikslok, 29:28. Svíar voru á þeim tíma einum leikmanni fleiri á vellinum en Degi Sigurðssyni hafði verið vísað af leikvelli skömmu áður en Íslendingar voru alls 12 mínútur utan vallar en Svíar voru alls 6 mínútur utan vallar vegna brota. Meira
6. janúar 2005 | Íþróttir | 227 orð | ókeypis

"Ungu strákarnir eru tilbúnir"

ARSENE Wenger tefldi fram fjórum ungum leikmönnum í byrjunarliði sínu í leiknum gegn Manchester City á Highbury á þriðjudag og sagði hann ekki hafa áður teflt fram svo ungum leikmönnum í deildarleik - jafnvel ekki þegar hann var hjá Mónakó í Frakklandi. Meira
6. janúar 2005 | Íþróttir | 159 orð | 1 mynd | ókeypis

"Yrði ekki erfitt að ná samkomulagi við Þórarin"

JIMMY Calderwood, knattspyrnustjóri skoska úrvalsdeildarliðsins Aberdeen, sagði við dagblaðið The Scotsman í gær að Keflvíkingurinn Þórarinn Kristjánsson væri áhugaverður leikmaður. Þórarinn dvelur þessa dagana til reynslu hjá skoska félaginu. Meira
6. janúar 2005 | Íþróttir | 165 orð | ókeypis

Sjálfvirkur búnaður við mörkin?

MIKIÐ er fjallað um markið sem Tottenham gerði á móti Manchester United í fyrrakvöld en ekki var dæmt. Boltinn fór þá greinilega inn fyrir marklínuna hjá United en aðstoðardómarinn sá það ekki og markið því ekki dæmt. Meira
6. janúar 2005 | Íþróttir | 365 orð | 1 mynd | ókeypis

* SPÆNSKI miðjumaðurinn Xabi Alonso og...

* SPÆNSKI miðjumaðurinn Xabi Alonso og markvörðurinn Chris Kirkland leika ekki með Liverpool í ensku knattspyrnunni næstu þrjá mánuðina. Báðir þurfa þeir að gangast undir aðgerðir vegna meiðsla, Alonso vegna ökklabrots og Kirkland vegna bakmeiðsla. Meira
6. janúar 2005 | Íþróttir | 213 orð | ókeypis

Taron Barker í Grindavík - Nick Anderson er farinn

FORRÁÐAMENN úrvalsdeildarliðs Grindavíkur í körfuknattleik hafa komist að samkomulagi við bandaríska leikstjórnandann Taron Barker en hann er 24 ára og lék með Cincinnati-háskólanum á sínum tíma. Meira
6. janúar 2005 | Íþróttir | 118 orð | ókeypis

Zidane tryggði Real sigur

REAL Madrid sigraði í "sjö mínútna" leiknum í spænsku knattspyrnunni í kvöld en leikið var gegn Real Sociedad. Leiknum var frestað vegna sprengjuhótunar á Bernabeu-leikvanginum í Madríd 12. Meira
6. janúar 2005 | Íþróttir | 103 orð | ókeypis

Þeir sem veðjuðu á Mendes vinna

EINN af þekktustu veðbönkum Bretlands tilkynnti í gær að þeir sem hefðu veðjað á að Petro Mendes, leikmaður Tottenham, myndi skora í leik gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í fyrrakvöld, fengju vinning sinn greiddan út. Meira

Úr verinu

6. janúar 2005 | Úr verinu | 398 orð | 2 myndir | ókeypis

Borða aðeins einn munnbita af fiski á dag

Með minnkandi fiskneyzlu aukast líkur á joðskorti meðal ungra stúlkna. Samkvæmt niðurstöðum Landskönnunar á mataræði 2002 fá stúlkur á aldrinum 15-19 ára einungis um 2/3 hluta af ráðlögðum dagskammti af joði að meðaltali. Meira
6. janúar 2005 | Úr verinu | 131 orð | ókeypis

Formlegur samruni FISK og Skagstrendings

FISKIÐJAN Skagfirðingur og Skagstrendingur voru formlega sameinuð um áramótin. Stjórnir félaganna undirrituðu samrunaáætlun hinn 23. desember á síðasta ári, þegar FISK keypti Skagstrending af Brimi. Sameinað félag fær nýtt nafn, FISK-Seafood hf. Jón E. Meira
6. janúar 2005 | Úr verinu | 531 orð | 3 myndir | ókeypis

Framúrstefnuskip

FLAGGSKIPIÐ í fiskiskipaflota Norðmanna er án efa nótaskipið Libas sem hleypt var af stokkunum á árinu. Fyrir utan að vera gríðarstórt, er skipið mjög vel og tæknilega búið. Libas er í eigu norsku útgerðarinnar Liegruppen. Meira
6. janúar 2005 | Úr verinu | 435 orð | 1 mynd | ókeypis

Fyrst og fremst ánægja af því að fiska mikið

BRÆÐRABÁTARNIR svokölluðu frá Bolungarvík, Guðmundur Einarsson ÍS og Hrólfur Einarsson ÍS, hafa heldur betur verið að gera það gott að undanförnu. Hafa hafa fiskað yfir 900 tonn frá því fiskveiðiárið hófst, þann fyrsta september. Meira
6. janúar 2005 | Úr verinu | 776 orð | 1 mynd | ókeypis

Hvað er dragnót?

Nú verða kraftarnir sameinaðir með meira skipulagi en nokkru sinni fyrr því svangur heimur kallar á fæðu. Meira
6. janúar 2005 | Úr verinu | 135 orð | 1 mynd | ókeypis

Landhelgisgæslan velur Bridgemaster E ratsjár frá Radíómiðun

LANDHELGISGÆSLA Íslands hefur undirritað samning við Radíómiðun ehf., um kaup á fjórum Bridgemaster E ratsjám fyrir varðskipin Tý og Ægi að undangengnum ítarlegum prófunum og útboði. Um er að ræða tvær 25 kW x-band ratsjár og tvær 30 kW s-band ratsjár. Meira
6. janúar 2005 | Úr verinu | 240 orð | 1 mynd | ókeypis

Loðnan fundin á eðlilegum slóðum

"ÞAÐ er ljóst að við höfum eitthvað að keyra í. Það höfðum við ekki í fyrra. Nú er vitað um loðnu á svæðinu frá Raufarhöfn og vestur að Kolbeinsey. Meira
6. janúar 2005 | Úr verinu | 161 orð | 2 myndir | ókeypis

Plokkaður saltfiskur

NÚ ERU hátíðahöldin að baki og grár hversdagsleikinn tekur við. Það sést að nokkru leyti á mataræðinu, ekki þó þannig að verið sé að borða vondan mat. Meira
6. janúar 2005 | Úr verinu | 421 orð | 1 mynd | ókeypis

Snúast gegn túnfiskveiðum

Öfgasinnar í náttúruvernd láta hvergi deigan síga. Það nýjasta hjá þeim er að berjast gegn umhverfismerkingunni "Dolphin-friendly" eða höfrungavæn vara, sem notuð hefur verið á dósir með niðursoðnum túnfiski. Meira
6. janúar 2005 | Úr verinu | 1741 orð | 2 myndir | ókeypis

Spurnin eftir sjávarafurðum mun aukast

Tíu þættir munu einkenna sjávarútveginn á þessu ári. Meðal þeirra er aukin spurn eftir sjávarafurðum og þrýstingur á verðið. Hráefnisverð mun hækka en erfiðara verður að hækka verð til neytenda. Meira

Viðskiptablað

6. janúar 2005 | Viðskiptablað | 532 orð | ókeypis

Ágiskanir um áttmenninga

Það þóttu nokkur tíðindi innan sjávarútvegsins þegar átta starfsmenn SÍF hf. "gengu út" á dögunum, þ.e. sögðu upp og hættu störfum á einum og sama deginum. Meira
6. janúar 2005 | Viðskiptablað | 1134 orð | 1 mynd | ókeypis

Árangur framar vonum

Lyfjaverksmiðju Actavis á eyjunni Möltu í Miðjarðarhafi hefur verið umbylt. Steinþór Pálsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sagði Grétari Júníusi Guðmundssyni að þetta væri það útrásarverkefni samstæðunnar sem væri lengst á veg komið og hefði í alla staði tekist vel. Meira
6. janúar 2005 | Viðskiptablað | 152 orð | 2 myndir | ókeypis

Breytingar hjá Íslandsbanka

VIÐSKIPTABANKASVIÐ og rekstrarsvið Íslandsbanka verða sameinuð samkvæmt nýju skipuriti bankans. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá bankanum. Nýr framkvæmdastjóri sameinaðs sviðs verður Haukur Oddsson. Meira
6. janúar 2005 | Viðskiptablað | 1088 orð | ókeypis

Bækur ársins 2004 í viðskiptalífinu

Það er ávallt áhugavert að sjá hvaða bækur tengdar viðskiptum The Economist og BusinessWeek velja sem bækur ársins hverju sinni. Undirritaður hefur lesið nokkrar bækur sem þessi rit hafa mælt með og sjaldan verið svikinn. Meira
6. janúar 2005 | Viðskiptablað | 384 orð | 1 mynd | ókeypis

Ein stærsta lögmannsstofa landsins

LÖGMANNSSTOFAN Lex ehf. og Nestor lögmenn ehf. hafa undirritað samkomulag um samruna félaganna undir nafninu Lex-Nestor ehf. og hefur hann þegar tekið gildi. Meira
6. janúar 2005 | Viðskiptablað | 54 orð | 1 mynd | ókeypis

Fórnarlambanna minnst

Fórnarlamba náttúruhamfaranna í Suðaustur-Asíu var í gær minnst með þriggja mínútna þögn í Kauphöll Íslands. Það var ósk Evrópusambandsins að fórnarlambanna yrði minnst um alla Evrópu og víða stöðvaðist umferð algjörlega og fólk stóð kyrrt á götum úti. Meira
6. janúar 2005 | Viðskiptablað | 210 orð | ókeypis

Gistinóttum á hótelum fjölgar

GISTINÓTTUM á hótelum á tímabilinu frá janúar til nóvember fjölgaði um tæp 9% milli ára 2003 og 2004. Fjöldi gistinátta á hótelum fyrstu ellefu mánuði ársins 2004 var 928.700 en var 854.700 árið 2003. Aukningin frá árinu 1998 nemur um 40%. Meira
6. janúar 2005 | Viðskiptablað | 109 orð | ókeypis

Hefð fyrir bankalokunum

HEFÐ hefur skapast fyrir því að bankar séu lokaðir á fyrsta virka degi ársins. Meira
6. janúar 2005 | Viðskiptablað | 688 orð | 1 mynd | ókeypis

Jafnræði kynjanna að leiðarljósi

Hildur Petersen hefur látið að sér kveða í íslensku viðskiptalífi og var nýverið kjörin formaður stjórnar SPRON. Helgi Mar Árnason dregur upp svipmynd af Hildi. Meira
6. janúar 2005 | Viðskiptablað | 162 orð | ókeypis

Kynningarfundur um viðskiptatækifæri í Mexíkó verður...

Kynningarfundur um viðskiptatækifæri í Mexíkó verður haldinn á vegum Útflutningsráðs Íslands og Félags kvenna í atvinnurekstri í dag kl. 9 í Borgartúni 35, Húsi atvinnulífsins, 6. hæð. Meira
6. janúar 2005 | Viðskiptablað | 32 orð | ókeypis

Lánasjóður landbúnaðarins lækkar vexti

VEXTIR hjá Lánasjóði landbúnaðarins lækkuðu á áramótunum úr 6,25% í 5,95% . Vextir lána, sem báru fyrir lækkun hærri vexti en 6,25%, lækkuðu um 0,3 prósentustig . Vextir annarra lána hjá lánasjóðnum verða... Meira
6. janúar 2005 | Viðskiptablað | 117 orð | 1 mynd | ókeypis

Lítilsháttar hærri nafnávöxtun á innlánsreikningum í fyrra

NAFNÁVÖXTUN á sérkjara-innlánsreikningum banka og sparisjóða hækkaði almennt lítilsháttar á síðasta ári. Hækkunin er þó í mörgum tilfellum innan við hækkun á vísitölu neysluverðs sem var 3,91% á síðasta ári en 2,7% á árinu 2003. Meira
6. janúar 2005 | Viðskiptablað | 297 orð | 1 mynd | ókeypis

Lýst eftir hagsmunum íslenskra útflytjenda

VIÐSKIPTASKRIFSTOFA utanríkisráðuneytisins lýsir eftir upplýsingum frá útflytjendum um hagsmuni í viðskiptum við 20 ríki sem sækjast eftir aðild að Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO). Meira
6. janúar 2005 | Viðskiptablað | 184 orð | 1 mynd | ókeypis

Marinó nýr forstjóri 66°Norður

NÝIR eigendur 66°Norður hafa ráðið Marinó Guðmundsson, fyrrum framkvæmdastjóra fjármálasviðs Norðurljósa og Íslenska útvarpsfélagsins, í stöðu forstjóra fyrirtækisins. Marinó tekur við hinu nýja starfi á næstu dögum. Meira
6. janúar 2005 | Viðskiptablað | 152 orð | 1 mynd | ókeypis

Mikil eftirspurn í útboði Íslandsbanka

ALLS skráðu 4.153 hluthafar í Íslandsbanka sig fyrir hlutafé í hlutafjárútboði bankans til forgangsréttarhafa sem lauk í fyrradag. Þeir sem skráðu sig eru eigendur 87% hlutafjár í Íslandsbanka. Meira
6. janúar 2005 | Viðskiptablað | 104 orð | ókeypis

Mk One á Íslandi?

STJÓRNENDUR Baugs hafa í huga að selja vörur frá Mk One tískukeðjunni, sem fyrirtækið á, í stórmörkuðum sínum hérlendis. Þetta er haft eftir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni í Times í fyrradag. Meira
6. janúar 2005 | Viðskiptablað | 212 orð | ókeypis

Spáð í spilin á nýju ári...

Spáð í spilin á nýju ári er yfirskrift morgunverðarfundar Íslandsbanka fyrir fjárfesta á morgun, föstudag. Fundurinn verður í höfuðstöðvum bankans að Kirkjusandi, Reykjavík, og kl. 8:15 til 9:45. Meira
6. janúar 2005 | Viðskiptablað | 834 orð | 6 myndir | ókeypis

Stefnt að auknum umsvifum í fraktflugi

Þrettán Boeing 747-200-þotur sinna nú fraktflugi fyrir Flugfélagið Atlanta og er líklegt að þær verði orðnar sextán innan skamms. Þoturnar eru í langtímaverkefnum fyrir fjögur önnur flugfélög og nær flutninganetið nú umhverfis jörðina. Jóhannes Tómasson fór nokkra leggi með fraktvélum og ræðir hér við Davíð Másson. Helstu miðstöðvar flugsins eru í Dubai, Kuala Lumpur, Anchorage og nokkrum borgum í Evrópu. Meira
6. janúar 2005 | Viðskiptablað | 117 orð | ókeypis

Telia Sonera í aukna samkeppni

SÆNSK-finnski fjarskiptarisinn Telia Sonera hefur stigið fyrsta skrefið í áttina að því að auka samkeppni á símamarkaði í Svíþjóð. Meira
6. janúar 2005 | Viðskiptablað | 111 orð | ókeypis

Vaxtalækkun í BNA

BÚIST er við því að seðlabanki Bandaríkjanna muni hækka stýrivexti sína á þessu ári. Þetta kemur fram á vefsíðu BBC. Segir þar að þetta sé byggt á fundargerð peningamálafundar seðlabankans sem gefin var út í fyrradag. Meira
6. janúar 2005 | Viðskiptablað | 237 orð | ókeypis

Vöruskiptajöfnuður versnar um 21 milljarð

FYRSTU ellefu mánuði ársins 2004 voru fluttar út vörur fyrir 184,0 milljarða króna og inn fyrir 219,2 milljarða króna.Vöruskiptin við útlönd voru því óhagstæð um 35,2 milljarða. Meira
6. janúar 2005 | Viðskiptablað | 103 orð | 1 mynd | ókeypis

Þráinn Eggertsson útnefndur heiðursprófessor

ÞRÁINN Eggertsson, prófessor viðviðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, hefur verið útnefndur alþjóðlegur heiðursprófessor (e. Global Distinguished Professor) við New York University í Bandaríkjunum. Meira

Annað

6. janúar 2005 | Aðsend grein á mbl.is | 1799 orð | ókeypis

Fáein orð um nýja stjórnarskrá

Jakob Björnsson fjallar um stjórnarskrána og embætti forseta Íslands: "Það á að fella niður með öllu aðkomu forsetans að löggjafarstarfi." Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.