UM 20 norsk loðnuskip hafa tilkynnt sig inn í íslenzku lögsöguna á síðustu dögum og eru þau búin að tilkynna um 3.900 tonna afla til Landhelgisgæzlunnar. Kvóti þeirra er um 40.

UM 20 norsk loðnuskip hafa tilkynnt sig inn í íslenzku lögsöguna á síðustu dögum og eru þau búin að tilkynna um 3.900 tonna afla til Landhelgisgæzlunnar.

Kvóti þeirra er um 40.000 tonn og hafa þau þann háttinn á að gera ráð fyrir að fara með fullfermi heim, en landa fyrst því, sem er umfram það hjá íslenzku fiskimjölsverksmiðjunum. Flest frysta þau aflann um borð og gera útgerðarmenn þeirra ráð fyrir að fá um 35 krónur fyrir kílóið af heilfrystri loðnu í Noregi. Norsku skipin eru nú að veiðum með þeim íslenzku 80 mílur austur úr Dalatanga eða á 65.20 gráðum norður. Þau mega stunda veiðar hér fram í febrúar en ekki fara sunnar en á 64.30 gráður norður, sem er nálægt Hvalbaksgrunni.

Alls er búið að landa hér um 80.500 tonnum samkvæmt nýjustu upplýsingum Samtaka fiskvinnslustöðva. Íslensku skipin hafa landað 78.500 tonnum, en auk þeirra hafa norsku skipin Haavbas og Havdrön landað slatta og grænlenzka skipið Siku hefur landað tæpum 2.000 tonnum.