* Í KVÖLD hefst keppni á Buick Invitational mótinu í golfi á bandarísku mótaröðinni, PGA , en þar verða fremstu kylfingar heims á meðal keppenda, en fjórir af fimm efstu kylfingum heimslistans verða með á mótinu sem John Daly sigraði á fyrir ári síðan.

* Í KVÖLD hefst keppni á Buick Invitational mótinu í golfi á bandarísku mótaröðinni, PGA , en þar verða fremstu kylfingar heims á meðal keppenda, en fjórir af fimm efstu kylfingum heimslistans verða með á mótinu sem John Daly sigraði á fyrir ári síðan. Vijay Singh , efsti maður heimslistans, verður með en hann sigraði á Sony mótinu um s.l. helgi á Hawaii eftir harða baráttu við Ernie Els sem endaði í öðru sæti.

* ELS

er sem stendur í þriðja sæti heimslistans en gæti skotist upp fyrir Tiger Woods sem er annar á heimslistanum. Woods tók sér frí um s.l. helgi en Phil Mickelson sem er í 5. sæti heimslistans ætlar að vera með, og verður það fyrsta mót hans á þessu ári. Það vantar aðeins Retief Goosen frá Suður-Afríku af fimm efstu kylfingum en hann er í 4. sæti.

* ÞAÐ er John Daly frá Bandaríkjunum sem á titil að verja á þessu móti en hann verður að sjálfsögðu með á mótinu. Torrey Pines -völlurinn í Kaliforníu er mjög blautur eftir gríðarlegar rigningar undanfarnar vikur í Kaliforníu en veðurspáin fyrir keppnisdagana fjóra er góð.

* TIGER Woods sigraði á þessu móti 2003 og 1999, Phil Mickelson hefur þrívegis sigrað, 2001, 2000 og 1993.

* FORRÁÐAMENN enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham staðfestu í gærkvöld að félagið væri í viðræðum við ítalska liðið Roma þess efnis að fá Ahmed Hossam Mido til liðsins en hann er 21 árs gamall framherji og fæddur í Egyptalandi .

* UMBOÐSMAÐUR Mido segir að 15 félög hafi áhuga á að fá hann frá Róma en hann var keyptur til ítalska liðsins frá franska liðinu Marseille í fyrrasumar fyrir um 475 millj. kr.

* HANN hefur hinsvegar ekki fengið mörg tækifæri á leiktíðinni hjá Róma en hann var eitt sinn í herbúðum Ajax en þar stýrði Frank Arnesen, framkvæmdastjóri Tottenham, gangi mála á árum áður og þekkir hann því vel til leikmannsins. Southampton er einnig tilbúið að kaupa leikmanninn.

* ÁGÚST Björgvinsson þjálfari U-18 ára landsliðs kvenna í körfuknattleik valdi 8 leikmenn úr röðum Hauka sem tka þátt í undirbúningi fyrir Norðurlandamótið sem fram fer í maí. Hópurinn er þannig skipaður: Bára Bragadóttir Keflavík, Bára Hálfdanardóttir Haukar, Bryndís Guðmundsdóttir Keflavík, Guðrún Ámundardóttir Haukar, Helena Sverrisdóttir Haukar, Helga Einarsdóttir Tindastóll, Hrund Jóhannsdóttir Tindastóll, Hrönn Þorgrímsdóttir Keflavík, Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir Njarðvík, Ingibjörg Skúladóttir Haukar, María Ben Erlingsdóttir Keflavík, Pálína Gunnlaugsdóttir Haukar, Ragnheiður Theodórsdóttir Haukar, Sigrún Ámundadóttir Haukar, Svanhvít Skjaldardóttir Haukar.