— Ljósmynd/Rúnar Þór
Líkamsræktin Bjarg á Akureyri opnaði fyrir nokkru nýja aðstöðu og í tilefni af því var 6 einstaklingum boðin 12 vikna einkaþjálfun án endurgjalds.
Líkamsræktin Bjarg á Akureyri opnaði fyrir nokkru nýja aðstöðu og í tilefni af því var 6 einstaklingum boðin 12 vikna einkaþjálfun án endurgjalds. Þeir gengu sem hópur undir nafninu Síðubitarnir og vísar nafnið hvort tveggja til staðsetningar Bjargs, við Bugðusíðu og eins þess staðar á líkamanum sem oft vill safnast á fita. Er skemmst frá því að segja að við lokauppgjör átaksins kom í ljós að sá sem best stóð sig hafði tekið af sér rúm 20 kíló, en algengt var að átaksfólkið missti 10 til 15 kíló á tímabilinu. Einungis voru notaðar náttúrulegar aðferðir, engin fæðubótarefni leyfð né pillur. Æfingar og matardagbækur Síðubitanna liggja frammi öðrum til eftirbreytni og má m.a. skoða á vef Bjargs, bjarg.is.