Sumarhátíðin Bíldudals grænar baunir verður haldin á Bíldudal í annað sinn í sumar, dagana 23. til 26. júní. Þar verður margt til skemmtunar.

Sumarhátíðin Bíldudals grænar baunir verður haldin á Bíldudal í annað sinn í sumar, dagana 23. til 26. júní. Þar verður margt til skemmtunar.

Hátíðarnefndin hefur ákveðið að efna til almennrar samkeppni um hátíðarlag og er frestur til að skila inn lögum til 15. mars næstkomandi. Efnt verður til sérstakrar kvöldskemmtunar á Bíldudal síðar í vetur þar sem lögin verða leikin af spilara eins og þau voru send inn. Dómnefnd og gestir í sal velja þar hátíðarlagið 2005. Lagið verður útsett fyrir litla danshljómsveit, tekið upp í hljóðveri og notað sem einkennislag hátíðarinnar.

Nánari upplýsingar er að finna á vef Arnfirðingafélagsins, www. arnfirdingur.is.