Fjarðabyggð | Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur samhljóða ákveðið að beita sér fyrir því að reistur verði minnisvarði vegna sjóslysanna miklu fyrir um 50 árum þegar báðir togarar Norðfirðinga, Egill rauði og Goðanes, fórust með minna en tveggja ára...

Fjarðabyggð | Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur samhljóða ákveðið að beita sér fyrir því að reistur verði minnisvarði vegna sjóslysanna miklu fyrir um 50 árum þegar báðir togarar Norðfirðinga, Egill rauði og Goðanes, fórust með minna en tveggja ára millibili. Egill rauði strandaði undir Grænuhlíð árið 1955 og Goðanes strandaði og sökk við Færeyjar tveimur árum síðar. Í samþykkt bæjarráðs segir að minnisvarðinn verði einnig reistur "til að minnast fádæma þrekrauna og kjarks sem björgunarmenn sýndu við björgun þeirra áhafnarmeðlima sem komust lífs af úr strandi Egils rauða undir Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi hinn 26. janúar 1955. Auk þess verði minnisvarðinn til marks um þá virðingu sem íbúar sveitarfélagsins sýna þeim sjómönnum sem farist hafa í og við sjó fyrr og síðar" .

Hugmyndin að minnisvarðanum kviknaði í kjölfar umfjöllunar um sjóslysin í jólablaði Bæjarins besta að því er fram kemur á vef þess. Haft er eftir Guðmundi Bjarnasyni bæjarstjóra í Fjarðarbyggð að

að óskað verði eftir samvinnu við fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga sem leggja vilja lið og stefnt verði að því að afhjúpa minnisvarðann á sjómannadag árið 2006.